Grettisrímur – Önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grettisrímur 2

Grettisrímur – Önnur ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Orðaval í óðarsal vill nú eigi vaxa
bls.49–54
Bragarháttur:Braghent – samrímað – frumhent
Bragarháttur:Valhent – samrímað – frumhent (frumstiklað)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur
1.
Orðaval í óðarsal vill nú eigi vaxa,
síðan gæðir Gríðar faxa
gerði að tálga eyði saxa.
2.
Veigagátt með viskumátt kann at veita sóma.
Það hefir orðið fyrr að fróma
frægum rjóði ylgjar blóma.
3.
Báru þeir fyri bauga Eir beiskan kvíða.
Hefir það dreifst um heiminn víða,
harðla seint mun þetta líða.
4.
Lýsig fátt í litlum þátt af lindi hnossa,
segjum heldr af báru blossa
brjót er fór að geyma hrossa.

5.
Hrossin rak og hreppti ei mak halurinn mætr.
Kappinn bar oft kalda fætr,
Kengála stóð á allt til nætr.
6.
Ófnir vitur úti situr eigi hræddr.
Furðu lítt var Fófnir klæddr,
ferliga var hann af kulda mæddr.
7.
Þýður drengr ef þann veg gengur þenkir á,
maklig gjöld skal merinni fá,
mætti vera hann gjörði svá.
8.
Morginn einn enn mæti sveinn er mjög var kalt,
klæðalánið varð þá valt,
víslega tók hann ráðið snjallt.
9.
Í hestahús kom hetjan fús hreysti vendr.
Kengála fyri stalli stendr,
stundum er hann við hvekki kenndr.
10.
Bauga Týr sté blíðr og hýr á bakið á henni.
Hvassan frá eg hann hnífinn spenni,
hans er vón að merin kenni.
11.
Herðar skar með hnífi þar sem harðast fær,
burtu húð af bakinu flær,
benja tók að renna sær.
12.
Vakrinn fekk af vænum rekk vóða skeinu,
baklengju flær aftr í einu
allt á lend með járni hreinu.
13.
Brast hún viðr so bóndans niðr af bakinu datt,
beit hún þegar og barði hratt
bauga Týr á fætur spratt.
14.
Upp á háls rak eyðir stáls alla klára.
Bleikála ekki beit en sára,
blóðið rennur ofan á nára.
15.
Brosti hinn er brögðin vinnr beitir ríta;
hún vill æ til baksins bíta;
bóndi mun sinn arfa víta.
16.
Dregr upp mökk en merin stökk því mjög var kalt
heim á leið til hússins allt;
hróðrar mun því aukast malt.
17.
Bragðamann réð byrgja rann og beiglar heim.
Hústrú fagnar halnum þeim.
Hefst nú tal med feðgum tveim.
18.
Hetjan kyrr að hrossum spyrr: „þú herm það Linni.“
Öglir svarar enn orðasvinni:
„Öll eru byrgð í húsi inni.“
19.
„Byrgið hjörð“, kvað bauga Njörðr og biðr ei fresta.
Sveigir talaði siglu hesta:
„Síst mun oss nú hríðin bresta.“
20.
Bóndans ráð við besta dáð er bragnar halda.
Byrgja sauði brjótar skjalda,
Burtu líður náttin kalda.
21.
Bjart var veðr það bragna gleðr, en bóndans arfi
var þá senn að sínu starfi,
sveinninn tók þá hross enn djarfi.
22.
Fór því nær sem *fyra gær í frosti hörðu.
Hrossin ganga heim af jörðu,
hefr hann á þeim sterka vörðu.
23.
Margar nætur mýgir lætur mens enn svinni
byrgja hjörð í húsum inni;
hríðin kom þó ekki að sinni.
24.
Kappinn fór með kesju Þór til kapla sinna,
vill nú hugsa um verkin Linna,
verður slíkt so gjörla inna.
25.
Á fákum heldur Fenju meldurs fleygir sínum:
„Hold eru engi á hrossum mínum,
hygg eg slíkt af völdum þínum.“
26.
Mjög so gengr enn mæti drengr að móður hesta:
„Eigi munu þér bakhold bresta,
ber þú þol yfir kapla flesta.“
27.
Randa Týr frá eg röskr og skýr að reiði kenni,
baklengjan var burt af henni,
bauga frá eg það líta spenni.
28.
Geira meiður geysi reiður Gretti sagði:
„Þú munt þessu bella bragði;“
brosti hinn í mót og þagði.
29.
Angur fekk af ungum rekk alma Týr.
Hetjan þegar til húsa snýr,
hústrú fagnar bónda skýr.
30.
„Seg þú til“, kvað seima Bil, „sveigir branda,
hvort að ganga verk að vanda
veitis rauðra orma sanda.“
31.
Vísu kvað og vildi það so vífi inna:
„Batnar síst um brögðin Linna,
belling skal nú ekki vinna.
32.
Hafa skal þann enn heimski mann“, kvað hrister fleina,
„vísliga allan verri beina,
virða má það engi meina.“
33.
Gargan stóð hjá geirarjóð og gullhlaðs selja:
„Þá skal engi á annann telja,
ekki gjöra mig verk að dvelja.“
34.
Líður stund en laufa Þundr er löngum fár,
drengjum þótti hann digr og hár,
Drákón gjörðist furðu knár.
35.
Skil eg nú það er skáldið kvað af Skrými letra,
eyðir var þá orma setra
orðinn fullra þrettán vetra.
36.
Ungir menn er allir senn þar efla leika,
ætleg burt á ísinn bleika
örva meiðar gjörðu að reika.
37.
Kappaval úr Víðidal og vænar sveitir
víkja og þangað, er Vestrhóp heitir,
vóru allir gunnar teitir.
38.
Atli var með Ögli þar og ýtar fleiri,
höldar beita hvössum geiri,
hetjur finnast valla meiri.
39.
Auðun hét sá ýta lét fyri eggjum falla,
sá bar afl yfir seggi snjalla
sveina í leiknum þessa alla.
40.
Garpurinn bar yfir gunna þar sem gengu fréttir,
árum mörgum ellri en Grettir;
ýtum beitti frænings stéttir.
41.
Grettir hlaut, sá er gjarn í þraut, við garp að leika.
Seggir gjörðu saman að reika;
sá mun afla vargi steika.
42.
Hnatttré tók sá hreysti jók og hnöttinn sló,
geysisnart yfir Gretti fló,
getið er hann muni reiðast þó.
43.
Afreksmann að eftir rann er þá reiðr,
þrífur hnöttin málma meiðr,
mjög so var hann í ferðum greiðr.
44.
Hygg eg rétt, sem hafi þér frétt, að heiftar kenni;
færði hann hnöttinn framan í enni;
fell þá blóð af örva spenni.
45.
Auðun vill, því efni eru ill, til Öglis slá;
undir höggið hljóp hann þá;
horfa flestir leikinn á.
46.
Gjörðist brátt við grimmdarmátt sú glíman hörð.
Öflin vóru eigi spörð,
Auðun sótti bauga vörð.
47.
Leikurinn harður lítt var sparðr af lundi sverða,
ferlega tóku fang at herða,
falla mun þó annar verða.
48.
Lengir þraut, en Linni hlaut fyri lesti að falla
harðla móður Hafla spjalla,
hygg eg Atla líka valla.
49.
Garprinn vildi gjarn í hildi Gretti meiða;
brjótur gjörði benja seiða
bragna þegar í sundur leiða.