Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 020 - Resonet in Laudibus (á íslensku útlagður) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 020 - Resonet in Laudibus (á íslensku útlagður)

Fyrsta ljóðlína:Syngi Guði sæta dýrð
bls.XIv
Bragarháttur:Átján línur (tvíliður) aaabbooOccdeoffdee
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1589
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn prentaður í sb. 1619, bl. 11–12. Þá er hann prentaður í grallara 1594 (messuupphaf á annan í jólum) og öllum gröllurum síðan og í s-msb 1742. Í Sálmabók Guðbrands 1589 og sb. 1619 er hinn latneski hymni prentaður á undan íslensku þýðingunni en sleppt í gröllurum og s-msb 1742. Lagið er sömuleiðis í báðum þessum sálmabókum og öllum gröllurum. – Sálmurinn er latneskur lofsöngur frá 14. öld og er upphaflega 5 erindi en í Sálmabók Guðbrands 1589 er þriðja erindi sleppt. Marteinn Einarsson hafði áður þýtt sálminn (17. sálmur í kveri hans) og er sú þýðing öllu betri en þessi. (Sjá (Sjá PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 72–73).
Sami söngur (þ.e Resonet in Laudibus) á íslensku útlagður.

1.
Syngi Guði sæta dýrð
Síon og öll kristin hjörð,
þar með lof og þakkargjörð.
Nú birtist sá,
sem fæddi mey Máríá.
Fram kom allt
sem fyrr var mælt af Gabríel.
Eia! Eia!
Jómfrúin bar Guð í heim.
Faðirinn í syni þeim
oss tók í sætt.
Nú i dag auglýstur er,
auglýstur er í Ísrael
kóngur hár
sem meyja klár
oss hefur fætt.
Dásamlegt er Drottins nafn Emanúel,
um hvað áður sagt er fyrir Gabríel.
2.
Jesúm Krist í heim oss bar
jómfrú sem hans móðir var,
um manns völd ei vissi par.
Nú birtist sá,
sem fæddi mey Máríá.
[Fram kom allt
sem fyrr var mælt af Gabríel.
Eia! Eia!
Jómfrúin bar Guð í heim.
Faðirinn í syni þeim
oss tók í sætt.
Nú i dag auglýstur er,
auglýstur er í Ísrael
kóngur hár
sem meyja klár
oss hefur fætt.
Dásamlegt er Drottins nafn Emanúel,
um hvað áður sagt er fyrir Gabríel.]
3.
Fæddum kóngi fagni þjóð,
fagurt syngið börnin góð!
Segi hver sem hefur hljóð:
Nú birtist sá,
sem [fæddi mey Máríá.
Fram kom allt
sem fyrr var mælt af Gabríel.
Eia! Eia!
Jómfrúin bar Guð í heim.
Faðirinn í syni þeim
oss tók í sætt.
Nú i dag auglýstur er,
auglýstur er í Ísrael
kóngur hár
sem meyja klár
oss hefur fætt.
Dásamlegt er Drottins nafn Emanúel,
um hvað áður sagt er fyrir Gabríel.]
4.
Síon, lofa lausnarann,
lífgjöf vora, Guð og mann.
Synd og kvöl oss sviptir hann.
Nú birtist sá,
sem fæddi mey Máríá.
Fram kom [allt
sem fyrr var mælt af Gabríel.
Eia! Eia!
Jómfrúin bar Guð í heim.
Faðirinn í syni þeim
oss tók í sætt.
Nú i dag auglýstur er,
auglýstur er í Ísrael
kóngur hár
sem meyja klár
oss hefur fætt.
Dásamlegt er Drottins nafn Emanúel,
um hvað áður sagt er fyrir Gabríel.]