Heimsósómi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimsósómi

Fyrsta ljóðlína:Mörg er mannsins pína
bls.233–234
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:16. öld
Flokkur:Heimsádeilur
Þetta kvæði kallast heimsósómi.
og með Hjónasinnu lagi.
1.
Mörg er mannsins pína,
megum vér líta á það,
hvör um hagina sína
hugsi og geymi að,
hvörsu að sárleg syndamyrkr
angrar mann á allan hátt,
þó aldrei sé hann svo styrkr.
2.
Heimur og holdsins vandi
hefur svo margan villt,
þriðji er óhreinn andi
sem öllu getur spillt.
Illir kaupmenn erum vér þá,
ef vér flýjum föður vorn Christ
en föðmum þessa þrjá.
3.
Heimurinn hefur til bæði
heiður og peningalof,
margföld mektargæði
og metorð fram um hóf.
Svo er hann stoltur, stór og ríkr,
ei vill hönum nægjast það
að nökkur sé hönum líkr.
4.
Hér með fylgir heimi
höfðingsskapur og spekt,
metnast margur af seimi
og merkilegri slekt,
svo eru teknar tignir þær.
Forsið æ með firðum vex
og fer svo öllum nær.
5.
Vaxa vitið og mættir
þá völdin kunna að fá,
það eru heimsins hættir
að höggva, stinga og slá.
Dramb og fors og deilan ill
þá skal marka manninn hvörn,
þá má hann það hann vill.
6.
En þegar að bregður af blíðu
og berst frá gleðinni út
hann kveinar sér með kvíðu
og kvelst í angri og sút,
hann særir þann veg sína önd.
Þegar er uppi ofsinn geystur
þá allvel gengur í hönd.
7.
Holdið hefur svo marga
hryggðarfulla grein,
trautt má búknum bjarga
því bótin finnst ei nein.
Reiðikyn að réttinn felr,
ofmetnaður og öfundin fúl
innan brjóstið kvelr.
8.
Lokkar sig til losta
en lífið fær af skamm,
þar skal kapps um kosta
að koma því öllu fram.
Búkurinn er svo galinn og gladdr,
hann vekur þar allan viljann til
en verður þó aldrei saddr.
9.
Hart má holdi hefna,
það hefur svo margt til böls,
leti með langa svefna,
lysting matar og öls.
Þá hann gleður sinn gráðugan kvið,
þykir þá jafnt sem öndin aum
einskis þurfi við.
10.
Allt hvað búkurinn beiðir
þá brekar hið kranka hold,
svo til lykta leiðir
og líður þaðan í mold.
Ei er frítt að fást við þann
óvin sinn þann einna er mestr
og aldrei skilst við hann.
11.
Fer með fjölda sveita
fjandinn árla og síð,
heldur er þungt að þreyta
við þessa alla stríð.
Undan fær þó aldrei náð,
nema guðdómurinn gæskufullr
gefi til hjálparráð.
12.
Óvin allra dáða,
illsku orma megn,
brynjar þessa báða
og berjast oss í gegn.
Því má hvör sem þýðist heim
nálega hvörki nótt né dag
í náðum vera fyr þeim.
13.
Kvalir og kynstra sóttir
krenkja mannsins líf
og ýmsar drukknar dróttir
og dreyfast sumir í kíf.
Þar með döpur dauðans hönd
kemur til manns og kallar hátt
og krefur af búknum önd.
14.
Eftir lífið ljóta
leggst í synda drafl,
kemur til skemmdin skjóta
og skilur frá búknum afl.
Hefndin er svo harla bráð,
hann veltist um með veslingsskap
og veit sitt ekki ráð.
15.
Hvað skal góss og gengi,
gripir og margs kyns auður,
málið snjallt og mengi,
þá maðurinn liggur dauður.
Ástmenn ganga hönum allir frá,
er hann þá sjálfur settur í jörð
en sálin fer sem má.
16.
Eitt má ávallt heita
sem aldrei verður á bil,
þangað er liðs að leita
sem líknin öll er til.
Krjúpum að fótum kóngi þeim
sem bæði er merkur, mikill og sterkr,
Máría fæddi í heim.