Súsönnukvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Súsönnukvæði

Fyrsta ljóðlína:Himna smið eg hæstanbið að hjálpa mér
bls.137--140
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) sex- og ferkvætt aaaa
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Himna smið eg hæstan bið að hjálpa mér
svo elski eg dyggð en öngva lygð um ævina hér
og heilaga Skrift eg skilji gjör,
skaparinn minn, til vegsemdar þér.

2.
Mér býr í lund um bauga grund að byrja óð,
lyndishreina hana má greina heillafljóð,
hún leið og beið af lygunum móð
en lyktin varð á fögur og góð.

3.
Í Babílon þau bjuggu hjón sem birti eg frá,
fróm og rík svo færri slík að finna má,
jöfn að trú og játning þá,
Jóakim hét og Súsanná.

4.
Guðhrædd, blíð og furðu fríð var falda rein
því faðir og móður menntuðu fljóð á málin hrein,
ærurík á alla grein,
til öngra vóru þau dyggðanna sein.

5.
Jóakim sá sem innt var frá hefur aura nægð,
metorð góð af mætri þjóð og mikla frægð;
á öllu höfðu hjónin hægð
og hötuðu bæði svik og slægð.

6.
Svo var virtur, falsi firrtur, enn frómi mann
að Júðar lands sig hafa til hans í herlegt rann
um vandamál sem verða kann
þeir vildu sækja að ráðunum hann.

7.
Víngarð átti og af honum mátti ávöxt fá
áfastan við ágætt rann sem innt er frá;
þeir dómendur þangað gá
sem þann tíð áttu að lögunum sjá.

8.
Öldungs valdi áttu að halda yfirmenn tveir,
dæma þjóð, það lýsa ljóð hvað léku þeir;
í sagðan stað svo sóttu því meir,
seldu gull en tóku við eir.

9.
Um dómara þá sem dikta eg frá hefur Drottinn spáð
allt ranglæti að þeir gæti eflt á láð
en réttlætis aldrei gáð,
ávallt stundi svikin og háð.

10.
Sína dóma, svo skal róma, setja þrátt
í Jóakims garði svo ekki varð þeim afla fátt,
þangað kalla þegna brátt
sem þeir hafa helst við sakirnar átt.

11.
Sérhvörn dag var soddan plag hjá seima ná,
hún víkur um stund hjá vænum lund í víngarð þá
er þinginu gengur fólkið frá,
falsararnir þetta sjá.

12.
Þessir brenna báðir senn af blindri ást,
um herrans orð og hefndargjörð ei hirða að slást,
að himna prýði hvörgi dást,
heimskir þursar girndunum ljást.

13.
Hvör af þeim lést hafa sig heim en hinkrar meir,
finnast að í öðrum stað þá aftur þeir,
kemur þar loks þeir kennast tveir
þá kvelji girnd fyrir hringa eir.

14.
Binda ráð að drýgja ódáð við dýra snót
báðir ná og flekkað fá með falskleg hót
svo megi þar enginn mæla á mót,
mjög vóru þeirra samtökin ljót.

15.
Einhvörn dag með lymsku lag þeir læðast inn
þar seljan landa víkur að vanda í víngarð sinn
með þernur tvær í þetta sinn
að þiggja laug sem morguninn hinn.

16.
Laundyr einar glöggt að greina í garðinn lá,
þernur sendi sæmdar kvendi sápu að fá;
svikarar hlaupa hringþöll á,
hún má ei við brögðunum sjá.

17.
Þeir hefja tal sem herma skal við hringa ná:
Ástin þín gjörir okkur pín og ærna þrá;
báðum okkur blíðu ljá
því byrgð er hurðin garðinum á.

18.
En ef þú neitar okkur að veita yndis hót,
við skulum báðir brigsl og háð þér bera á mót
að syndgast hafir með seima brjót,
þú sér þá fyrir þín afdrifin ljót.

19.
Súsanna með sára þrá og sorgar kvein,
um kosti tvo hún talaði svo sú tvinna rein:
Þó dæmi þér mér dauðans mein
fyr Drottni skal eg af syndinni hrein.

20.
Hrópar nú hin hoska frú svo heyra má,
þessir tveir þó miklu meir af megni þá;
annar dyrunum upp nam slá,
út í garðinn fólkið réð gá.

21.
Þénarar hennar þangað renna þegar í stað,
svikarar birta blessan firrtir brigslið það
sem henni komið er höndum að,
hljóðnar fólk sem óðurinn kvað.

22.
Því aldrei fann með frómum svanna flekkun þá
nökkur mann svo mætti henni minnkun fá.
Hennar vini það hryggja má
ef hórdóms sökin er fallin upp á.

23.
Annan dag, sem áður er plag, að Jóakims bý
þeir halda mót um mæta snót og málin ný;
svikarar ekki seinka því,
svannann vefja lygunum í.

24.
Þeir kalla brátt á kyrtla gátt, svo kemur hún þar,
ættfólk hennar allt í senn þá angur bar;
þjóðin af harmi þrungin var
þegar sem heyrði öldunganna svar.

25.
Andlit byrgði og óðum syrgði auðar ná,
þeir vondu menn því vildu hennar vænleik sjá,
stóðu upp sem innt er frá,
á hana lögðu hendurnar þá.

26.
Þeir vildu báðir vægð og náðir víst forsmá
svo menþöll fróma dauðadómur dytti á.
En hún trúir og treystir á
tiginn Guð sem réttindin sá.

27.
Við gengum tveir, svo greindu þeir, í garði þeim,
þorna rist kom þangað fyrst með þernum tveim.
Hún lét þær fara um laundyr heim,
lukti garð og dvaldi þar ein.

28.
Einn ungur maður geysiglaður gekk þar til,
úr leyndum stað við litum á það að lauka bil
hann framdi öll þau yndis skil
sem elskhuganum hagaði í vil.

29.
Við gengum að úr öðrum stað með ætlun þá,
þann unga mann, að höndla hann, við hugðum ná;
yfirsterkari var okkur sá,
hann opnar dyr og strýkur þar frá.

30.
Falda láð við fengum náð og frétt í stað
hvör sá væri hennar kær, hún huldi það;
við erum báðir, valdið kvað,
vottar þessu brotinu að.

31.
Valdsmenn þeir, sem vóru nú tveir, það virðist lýð
sem votti rétt því svo er ásett um seima hlíð,
dauðans hörmung hörð og stríð
henni er dæmd á þessari tíð.

32.
Hún hrópar þá sem heyra má á himna smið:
Þitt eilíft ráð, kvað auðar láð, af ást eg bið,
mér aumri sýn þitt einka lið
því allan veistu mannanna sið.

33.
Það veist þú, kvað þorna brú, að þessir menn,
þeir brjóta af dyggð en bera nú lygðir báðir senn
því saklaus er eg af saurgan enn,
sjálfur Guð þar huga til rennn.

34.
Heyrði Guð þá hjartans nauð og hennar kvein
þá dyggða sprundið dregið var undir dauðans mein;
hann vekur upp einhvörn ungan svein
fyr anda sinn með sannleikans grein.

35.
Daníel hét sá Drottinn lét að dóminum gá
og kvitta að vanda af klárum anda kallar sá:
Saklaus skal eg, segir hann þá,
af soddan blóði, snúi þér frá.

36.
Við þau orð um veiga skorð þeim verður stans,
fólkið snjallt snýr aftur allt til unga manns,
spyr hvað valdi hljóðum hans;
hann að sönnu gefur þeim ans.

37.
Fyr lygina ranga láti þér ganga af lymsku rót,
viskutómir, dauðadóm á dýra snót,
því gætið að og gjörið á bót,
græskulaus er ályktan fljót.

38.
Sökina skyldi sá sem vildi sitja dóm
prófa grannt, það er geysi vant, og gefa sér tóm.
Ísraels dóttir er ærufróm,
allir gáfu honum Daníel róm.

39.
Hans orðum trúa og að honum snúa æðstu menn,
leita nú að frelsa frú og frétta senn;
dómara gaf þig Drottinn enn,
Daníel, oss þar ráðin til kenn.

40.
Um lygara tvo hann talaði svo: Þér takið þau ráð,
skiljið þá svo fólki frá og fréttið að
sérhvörn þeirra í sínum stað,
sannfróðir þér verið um það.

41.
Þeir skildu að svo skjótt í stað þá skálka tvá,
Daníel, sveinn við annan einn hann innir svá:
Þú, skemmdar bófi, skömm og þrá
skellur þér sem vonin er á.

42.
Því allt hið ranga um ævina langa elskaðir þú,
með svikula dóma og falsar fróma og flekkar trú,
hinum ranglátu hlífðir nú,
hefndin er komin yfir þig sú.

43.
Guð bauð þér sem greini eg hér um góða menn
að deyða ei þann sem hvörgi vann til hefnda enn,
hvar bar þig að þeim báðum senn,
björkina þá með nafninu kenn.

44.
Hann ansar ljóst: Eg leit þau fyrst við linditré;
Daníel glatt, þú segir það satt, hann svarar með spé:
Þín lyganna tunga líflaus sé,
það lætur Guð ei dragast í hlé.

45.
Eftir það í annan stað þá eins við hinn
Daníel kvað: Hvar komstu að þeim, kompán minn?
Við eikibjörk, hann svarar um sinn,
sá eg þau bæði, bælið eg finn.

46.
Daníel mót: Þín lymskan ljót þig leiddi í hel,
þú Kanaans art, hefur öngvan part með Ísrael.
Þetta er satt, þú segir það vel,
sakanna völd eg fyrir þér tel.

47.
Ísraels dætur öngvar bætur af þér fá,
oft í leynd með ljótri synd þær lékstu á
þó þessi hin dýra dregla ná
með dyggð og æru kæmist þar frá.

48.
Sú fegurðarmynd hefur soddan synd þér sáð í brjóst
og girndin þín með þvingan sín, það er nú ljóst,
því áttu lífsins öngvan kost,
engill Guðs til hefndanna bjóst.

49.
Þeir lofuðu Guð, sem létti nauð af ljósri frú
og frelsar þann sem heitir á hann með hjartans trú
en þeim tveimur öldin sú
illan dauða samþykkti nú.

50.
Daníel kunni, sá Drottni unni, að dæma rétt,
af þeirra munni þekkja að grunni þennan prett;
hvað Móyses hefur um mál þau sett
mun þeim ekki falla nú létt.

51.
Valdsmenn þeir enu vondu tveir fá verðug gjöld,
heljar leið fyrir lyganna seið var ljót og köld.
Það væri betur í vorri öld
að vönduð yrði laganna höld.

52.
Með göfugu fljóði faðir og móður fagna þá,
Jóakim bóndi og allir frændur út í frá
því nú er það skýrt sem skilja má
að skömm er engin fallin upp á.

53.
Daníel ungi af engla kóngi og öllum lýð
fyrir þann dóm hann fær nú sóma fyrr og síð
en kristnin Guðs, sem veröld er víð,
vottar Drottins stórmerkin fríð.

54.
Vér lofum þann Guð sem léttir nauð og langri þrá,
með tryggð og dáð hann tjáir þeim náð hann treysta á
en hinir ranglátu hefndir fá
sem hér má ljóst með augunum sjá.

55.
Því forðunst nú að flekka trú með fals og lygð
en hegðun rétt í hvörri stétt með heiður og dyggð,
því ekki er slíkt sem æra og tryggð
og eignast vist í himnanna byggð.

56.
Faðirinn náða fullur dáða frelsi mig
frá lyganna hrekk og ljótum flekk sem lýsir sig
svo hreinhjartaður eg þekki þig,
það er mín bænin ástsamlig.

57.
Lofið og dýrð í diktan skýrð sé Drottni þrátt
sem mér kenndi að kveða til enda þennan þátt,
hann eignist hvör sú auðar gátt
sem æruna stundar daginn sem nátt.

(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 137–140)