Eitt kvæði af draum og sýn kóngsins í Babílon | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt kvæði af draum og sýn kóngsins í Babílon

Fyrsta ljóðlína:Kóngur frá eg sjálfur sá
bls.136–137
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og fimmkvætt aaaaO
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612

Skýringar

Daníel ij
Daníel fékk í draumi vitran kennda
hvörninn ganga heiminum mun til enda.
1.
Kóngur frá eg sjálfur sá
sýn þá enginn ráða má,
honum var horfinn huganum frá,
himna Guð lét birtast þá
hvörninn ganga heiminum mun til enda.
2.
Daníel, sá sem Drottni ann,
drauminn veit og skýra kann;
veitti Guð honum vísdóm þann,
vel hefur spáð sá góði mann
hvörninn ganga heiminum mun til enda.
3.
Hátt líkneski hafði hann dreymt,
höfuðið var með gullið hreint,
brjóst og hendur gjörla greint
af góðu silfri svo var meint
hvörninn ganga heiminum mun til enda.
4.
Kviður og lendar messing mest,
mun því fylgja ógnin flest;
í járnfótleggjum afl er best
einninn leir þó blandast verst.
Hart mun ganga heiminum til enda.
5.
Eftir það sá öðling hreinn
að án manns handa nökkur steinn
brotinn var af því bjargi einn,
braut það allt og varð ei seinn.
Hart mun ganga heiminum til enda.
6.
Járnið, leir og messing með
molaði allt sem feyskitréð,
silfur og gull sem svo var skeð
síðan kvaðst það ei hafa séð.
Hart mun ganga heiminum til enda.
7.
Sá litli steinn, sem lýsir spjall,
loksins varð hið hæsta fjall;
það máttu ei hræra menn né tröll,
miklu stærri en veröldin öll.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
8.
Daníel réð svo ræsirs sýn:
Ríkisstjórn það merkir þín
eftir þinn dag þverr og dvín
en þú sem gull hjá eiri skín.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
9.
Höfuð með gull er heiðurinn þinn
og herradómur þetta sinn
en silfrið hvítt, á sannleik minn,
síðari stjórn eg merkja finn.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
10.
Messing þýðir þriðja vald,
það vér köllum ríkishald
því kóngur hvör, þó heimti gjald,
hnignar þó við stála hjald.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
11.
Fætur járns í fjórða stað
frábært ríki merkir það,
orkusterkt við eitt og hvað,
allt í sundur brýtur það.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
12.
En sem leir af öngvum smið
járnið kann að blandast við
svo mun það ríki og riddara lið
reyndar hafa ólíkan sið.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
13.
En sá steinn, sem allt það braut,
er sú náð af himnum flaut;
sá hjálparinn leysir hvörja þraut,
heimurinn þess um síðir naut.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
14.
Eilíft ríki, eg mun tjá,
upp skal reisast jörðu á;
himna kóngur, herrann sá,
heimsins magt að situr þá.
Hvörninn ganga heiminum mun til enda.
15.
Daníel þýðir þanninn hér
þennan draum sem fræðið tér,
þann vísdóm ekki eignar sér,
eilífur Guð það birti mér.
Herrann Kristur hefur sitt vald til enda.