SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3065)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Einn sálmur um upprisusigurinn KristíFyrsta ljóðlína:Einum stríðsherra æðsta
Höfundur:Einar Sigurðsson í Eydölum
bls.99--100
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Einn sálmur um upprisusigurinn Kristí
Með lag: Einn herra eg best ætti
1. Einum stríðsherra æðstaað unnum sigri skal hefja lofvísu hæsta með heilnæmt orðaval; einhvörjum öllum frægri, Jesú, þín hönd er sterk, náð og elskan þó nægri, nákvæmleg dýrðarverk.
2. Hólmgöngu vildir halda,háðir við dauðann stríð, svofelldum sigri valda á sjálfri páska tíð, á helvítis portin herja og harðlega öll að braut, höggormsins höfuðið merja og hefur nú unnið þraut.
3. Lof sé þeim lífsins herra,lifanda Jesú Krist, æra hans ei má þverra, alls höfum kvíða misst; fyr syndir sjálfur deyði, sakleysið aftur vann, svo oss til lífsins leiði lifandi uppreis hann.
4. Í upprisu Jesú Kristíer því vor huggan best; sá Guðs gjörningurinn fyrsti gleður nú hjörtun mest því öll hans manndóms mæða minnstan dugnað vann sem Pálus rétt mun ræða nema rísi af dauða hann.
5. Gagn það hér má heyrasem hefur allt slektið manns og ávöxt annan fleira af upprisunni hans; horfinn hræðslu kvíði, hjartans friður í té, oss fagnar faðirinn blíði fyrr þó að reiður sé.
6. Birtist meistarinn mildiMagdalenu því fyrst að kvinnan kunngjöra skyldi þann kvíða hefðum vér misst sem Eva yfir oss leiddi í erindi ljúgarans; Jesús því angri eyddi og upprisu kraftur hans.
7. Kærleikurinn Krists því ræðurhann kallar af elsku rót oss sína blíða bræður sem brjótum honum á mót. Þetta er þó alleina þeim til huggunar tjáð sem iðran og trú hreina öðlast fyrir hans náð.
8. Upprisan Krists oss kennirkærleikann himna ranns; frelsarinn faðmi spennir, faðir og andi hans, sérhvört Guðs barn með gleði í göfugri engla byggð, sjálfan sig því téði sínum af ást og dyggð.
9. Birtist með huggan hæstriherrann sá kvittar synd og ljúfum lífs áblæstri lagfærði guðdóms mynd sem Adam, faðirinn frómi, fengna hafði misst, er nú með björtu blómi bætt fyrir Jesúm Krist.
10. Vill hann því hjá oss veratil veraldar endadags, lausa við glæpi gjöra, gefur sitt umboð strax ljúfum lærisveinum, lykla það kallast vald; lasta með ljósum greinum lausnir og afturhald.
11. Hjartans gleðina hæstahöfum vér kristnir menn og annars heims þann æðsta upprisu fögnuðinn að vona það víst og trúa vér munum himnum á í ljósi lifa og búa lifanda Guði hjá.
12. Eigum vér auðlegð vísafyr Jesúm Krist Guðs son með æru upp að rísa, er sú vor stöðug von; höfuðið vort og herra með heiðri af dauða rís, því má gleðin ei þverra, þar er oss sælan vís.
13. Huggan mun æðri enginá allri hörmungar tíð sú Guðs börn gæti fengið að gleðja hér hug sinn við sem í upprisu að eiga endalaust líf og frið, við mildan Guð þar mega mæla sem engla lið.
14. Hrindum nú hræðslu kvíða,höfðingja prísum þann fyrir oss einn réð stríða, óvini sigra vann; síðan reis sæll af dauða, sætti oss föðurinn við, öllum inn vill bjóða í eilífan dýrðar frið.
15. Sé þér lof, sæti faðir,sonur og andi hreinn sem börn þín öll blessaðir, bæði ert þrennur og einn. Láttu mig aldrei linna meðan lífið endast hér sálmasöng að inna sjálfum til dýrðar þér. (Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 99–100) |