Ein vísa um fæðing Jesú Kristí og hennar gagn og nytsemi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ein vísa um fæðing Jesú Kristí og hennar gagn og nytsemi

Fyrsta ljóðlína:Heyr þú, Guðs son, vor hjálparmann
bls.98–99
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og tvíkvætt aaabb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með lag: Frelsarinn er oss fæddur nú
1.
Heyr þú, Guðs son, vor hjálparmann,
hjarta mitt byrjar lofsöng þann
hvörn eg án þín ei enda kann.
Innblástur þinn, sem oft eg finn,
örvi mitt sinn.
2.
Guð og maður hann er sá einn
aldrei vill fordæmist neinn,
sá bæði er trúr og hjartahreinn,
heitir Jesús, til hjálpar fús,
vort heilla ljós.
3.
Velgjörning þann eg vildi nú
virða af ást og góðri trú;
hann fæddist maður af Máríu frú,
af anda Guðs, getinn án sáðs,
manns girndarráðs.
4.
Höfuðenglarnir halda enn
hátíð og guðs útvaldir menn
syngja lof af því allir senn
Guð gjörðist mann, heiðrum vér hann,
hvör best sem kann.
5.
Í myrkri fæðist sá meyjar son,
mönnum að sönnu hjálparvon,
myrkra burt klárar mein og tjón;
það skæra ljós vor hjartans hús
gjörir góðfús.
6.
Lögmáls þjáningar leið og bar,
lausnarinn til þess fæddur var,
og sektagjald fyrir syndirnar
gaf hann oss kvitt, lét lífið sitt
fyr frelsið mitt.
7.
Emmanúel því heitir hann,
hjá oss er bæði guð og mann
gefinn til eignar á minn sann;
óvina her oss einkum ver,
hvað aldrei þver.
8.
Englanna sveit að hyllist hér
herrann Jesús þá fæddur er,
hjarðarsveina svo hughreystir;
hjálparinn sá vor harm og þrá
best hugga má.
9.
Fögnuður einn sá æðstur er,
öllu fólki á jörðu sker,
engill Drottins þann boðskap ber;
náð hýr og teit, það er hans heit,
sem hvör mann veit.
10.
Lof syngur allur himna her
á hæðum Guði sem verðugt er,
óskum þess líka allir vér
á jörðu frið, ágætan sið,
meir auki við.
11.
Kennir og játar klár í trú
kristnin öll, bæði fyrr og nú,
Jesú hvörn bar mey Máría frú,
Messíam þann vel vill og kann
heims bæta bann.
12.
Vek þú vor hjörtu, hug og sinn,
herra Jesú, græðari minn,
velgjörning þenna þekkja þinn;
þú góði Guð, gjörðist vort blóð,
hjálp þinni þjóð.
13.
Allar tungur samsyngi senn,
sveit englanna og valdir menn;
heilaga þrenning heiðrum enn
fyr fæðing hans, vors frelsarans;
það sé til sanns.


Athugagreinar

Amen.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 98–99)