Einn iðranarsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn iðranarsálmur

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu, minn Guð, mitt hjartans mál
bls.97
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb *
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með það lag: Mitt hjarta hvar til hryggist þú.
1.
Heyrðu, minn Guð, mitt hjartans mál,
harla döpur mín grætur sál
því að eg braut þín boð.
Þín reiði er gröm og geysibráð,
góði faðir, leggðu mér ráð.
2.
Hvört skal eg flýja svo finni skjól;
fagra má eg ei líta sól;
mín synd er svívirðilig.
Skepnan þín öll nú skuldar mig,
skapari minn, eg móðgaði þig.
3.
Í helvíti er mér hvörgi vært,
til himnanna miklu síður fært;
alls staðar ertu nær,
reiður og gramur sem mig sér,
syndgað hef eg á móti þér.
4.
Son Guðs, Jesús, svaraði mér:
Sértu mæddur þá komdu hér,
angrast því ei of mjög;
minn kæri faðir gaf kvittan þig
fyr kvölina þá hann lagði á mig.
5.
Sjá þú heldur nú syndum við,
sálu þinni svo kaupir frið,
set á mig sanna trú;
eg er þín borgun orðin nú,
óvölt mun þér huggunin sú.
6.
Góði Jesú, þú gladdir mig,
gjarnan vil eg nú elska þig;
auk þú mér andar styrk
að lofgjörð verði ljúf og merk
fyr líknar ráð og miskunnar verk.
7.
Til iðranar gef mér anda þinn,
allan styrkir svo veikleik minn;
angur mitt þóknist þér.
Einneginn trúna auktu mér
og umbót lasta hvar sem eg er.
8.
Lof sé þér Jesús, læknir trúr,
leyst hefur þú mig eymdum úr,
faðir og andi hreinn.
Þú ert Guð bæði þrennur og einn,
þér má ekki samlíkjast neinn.