Einn sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn sálmur

Fyrsta ljóðlína:Heyr þú nú, Guð minn góði
bls.95--97
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Einn sálmur
Með það lag: Einn herra eg best [ætti]

1.
Heyr þú nú, Guð minn góði,
hvörs girnir hjartað mitt,
syngja með sálma hljóði
um sæta nafnið þitt.
Hjálpa mér, herrann kæri,
hvörn daginn síð og ár,
orðið Guðs eg svo læri
og akti þín verkin klár.

2.
Himinn og hnöttur jarðar,
hafið þar allt um kring,
setningur sérhvörs fjarðar,
sól yfir landa hring
þinn almátt öllum lýsa
og eilíft visku ráð;
einn Guð eg vil prísa,
efl með mér þína náð.

3.
Manninn af moldar leiri
mynd þinni prýddir þá;
máttur þinn er því meiri
en megi það nökkur tjá.
Endurlausn aumum sendi,
elskan þín var svo góð;
í brjóstum kvöl vora kenndi,
Kristí oss græddi blóð.

5.
Hér með heilagan anda
í hjörtu Guðs barna send
að þau nú undirstanda
orð Guðs sem verða kennd;
fyr Jesúm Kristum kæra
kristnina fræddir svá;
honum sé heiður og æra
himni og jörðu á.

6.
Vér þekkjum þig nú, faðir,
fyr þessi dýrðar verk;
hrósum nú hjartaglaðir,
hönd þín er nógu sterk
og sonur þinn sjálfur leiddi
á sanna lífsins braut,
hana til himna greiddi
þá hafði hann unnið þraut.

7.
Þó hafi þær heiðnu þjóðir
hjáguðum trúnað á
þá eru þeir ekki góðir
og aumur er sérhvör sá
sem frá þér, faðirinn sæti,
fellur í villudóm;
einn sannur Guð mín gæti
svo gef eg þinn aldrei róm.

8.
Það kann eg ei fullþakka
þér, minn faðir og Guð,
sál mín fékk sætt að smakka
sykurilmandi náð
þína þúsundfalda
og þessa lærði list
hreina trúna að halda
á herrann Jesúm Krist.

9.
Í keri brothættu bæði
ber eg nú dýrgrip þann
og saurugu svo mér stæði
synda að gráta bann.
Jesús, þitt orðið hreina
er umbúð harla góð.
Þú kennir til minna meina,
mun eg því hrinda móð.

10.
Þinn er eg þrællinn veiki,
þjáður af syndum hér;
sjáðu til svo að ei feyki
sérhvör vindblástur mér.
Af munni mjólkurbarna
muntu lof hollast fá;
veslingunum viltu gjarna
vera sem oftast hjá.

11.
Haltu mér allt til enda
í einnri og hreinri trú;
í sælu höfn lát mig lenda;
lofað hefur svo þú,
sá Guðs orð geyma vildi
glaður hér skildist við,
sætlega sofna skyldi,
síðar fá líf og frið.

12.
Sé þér lof, sæti faðir,
sonur og andi hreinn
sem börnin þín öll blessaðir;
bæði ert þrennur og einn.
Láttu mig aldrei linna
meðan lífið endast hér
sálmasöng að inna
sjálfum til dýrðar þér.
Amen.

(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 95–97)