Einn huggunarsamlegur bænarsálmur til trúarstyrkingar í stórum mannraunum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn huggunarsamlegur bænarsálmur til trúarstyrkingar í stórum mannraunum

Fyrsta ljóðlína:Herra Jesú, þitt heilagt nafn
bls.94
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccddB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með lag: Óvinnanleg borg er vor Guð
1.
Herra Jesú, þitt heilagt nafn
af hjarta eg nú ákalla.
Er þér að krafti enginn jafn,
aldrei kann stjórn þín falla.
Djöfulsins illskan öll
ætlar oss skaðleg föll.
Vér óttunst ei þau hót,
ertu þar vörn á mót,
ei má því á oss halla.
2.
Þitt volduga nafn er verndarhlíf,
vort skjól fyrir hans reiði,
þó svelgja vildi sál og líf
og svikanót fyr oss breiði
og vort auma hold
auki syndagjöld,
heimur herji á
og hvað sem skelfa má,
þín hönd úr háska leiðir.
3.
Vor náttúra er vond og spillt,
veikist í öllum raunum.
Herra, þeim sem þú hefna vilt,
hlýtur sá skömm að launum;
úrræði engin manns
upphalda sæmdum hans
heldur þitt hjálparráð
hvörjum þú veitir náð
og miskunn þín hlífir honum.
4.
Hætta er mest í heimi nú,
sá heljar vargurinn skæði,
veit snart til dóms að vitjar þú,
versnar hans ólma bræði,
grefur upp galdra ráð
ef gæti hann loft og láð
eitrað allt í senn,
einninn dýr og menn
nema gæskan þín það græði.
5.
Þó djöfulsins grimmd sé geysistór,
græðgi og heiftin bráða,
með hvörri hann æðir hart til vor
og hvörn einn vill forráða;
með eitrað illsku tál
uppsvelgja líf og sál;
þú, Jesú Kriste kær,
kraft hans vel hindrað fær,
þitt eitt orð því kann ráða.
6.
Því vaki nú upp þín voldug makt,
vor stríðs herrann góði.
Orð þitt fær djöful undirlagt
og afstýrt syndaflóði.
Þín kristni kallar hátt,
klagar sinn veika mátt
en þín öfluga hönd
öll hefur leyst vor bönd
með dýrum dauða og blóði.
7.
Af hjarta biðjum þig, herra kær,
hjálp oss í þessum voða;
utan þú sért oss ávallt nær
engin ráð þar til stoða;
að hefta háska nú
hjálpa þú veikri trú
allt til enda dags;
svo ef þú kæmir strax,
blessun vildir oss boða.
8.
Sönnum föður vér syngjum lof,
syni og heilögum anda.
Guðs börnum virðist ei við of
af innstri rót það að vanda,
fyrir Guðs ástar orð,
sem er nú ljóst á jörð,
það eyðir myrkra makt,
mun því amen sagt
svo verði það eftir vanda.