Hér eftir fylgja vísur um skírnina | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hér eftir fylgja vísur um skírnina

Fyrsta ljóðlína:Heyri Guðs börn um heiminn vítt
bls.92--93
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Hér eftir fylgja vísur um skírnina
Með sálmalag

1.
Heyri Guðs börn um heiminn vítt
hjálpræðiskenning sanna;
næsta berum vér nýtt og frítt
nafnið kristinna manna.
Hér fyrir skyldum heiðra mest
herrann Kristum, vorn bróðir, best
og stunda nú öngvan annan.

2.
Frá honum kom oss það heiðurs nafn
og hér fyrir skírast vildi
í Jórdan fyrir vort allra gagn
svo allt réttlætið uppfylldi,
svo að vér hljótum heillir þær
að heilög þrenning hún er oss nær;
sú vörð oss veita skyldi.

3.
Alla þá dýrð og skírnar skraut,
sem skein yfir Krist vorn kæra,
hans lofsæl kristnin líka hlaut;
lof sé honum og æra
í hvört sinn opnast himinn klár
og helgast sérhvör skírnarsár;
það gagn er oss gott að læra.

4.
Faðirinn kallar fyrst á þann
í fontinum skírist einum:
Þú ert minn sonur, að segir hann,
mér sætur í öllum greinum;
því er mitt nafn í neyð og pín
nákvæmlegasta huggun þín;
það skrifast hjá herra hreinum.

5.
Heilagur andi af himni kemur
og hjartað gjörir að vígja
svo sá hinn skírði skilning nemur
en skaðleg synd mun flýja;
manns náttúruna alla aftur
andans lífgar dýrðar kraftur
og skapar svo skepnu nýja.

6.
Jesús Kristur sá eð á sig tók
allar syndirnar manna
og sinnar kristni sæmdir jók
og saurgan vildi banna,
sjálfur vígði hann brúðarbað,
hans blóðlaug skyldi merkja það
um hennar hreinsun sanna.

7.
Því látum það heita læknis brunn
og laug þá eð best kann græða;
heiðrum vér Krist af hjartans grunn
sem hefur oss gjört að fræða.
Skírnar vatnið þvær barnsins bein
en blóðið Kristí andar mein;
svo mun ritningin ræða.

8.
Endurfæðingar lífsins laug,
lætur hann Páll það heita,
biður þá kristnu að minnast mjög
hvað móti eigum að veita;
hvörn dag stríða holdi á mót,
á hneykslan allri að vinna á bót
en illu öllu afneita.

9.
Kross og mótgang, kvalir og neyð,
Kristur vor reyna vildi.
Sérhvör kristinn hann sver þann eið
að soddan líða skyldi.
Drottinn vor reis af dauðanum klár,
í dyggðönum lifum vér síð og ár;
það kennir oss meistarinn mildi.

10.
Auðkenningar merkið mætt
má vel skírnin heita,
fenginn pantur af fullri sætt
að frið vill Guð þeim ei neita
sem fram ganga í fylking hans
og fylgja ráðum merkis manns
hæsta lofstírs að leita.

11.
Nú bið eg Guðs börn gæti að
gagninu skírnar sinnar:
Hún ber vitni í hvörjum stað
um heimvon sálar þinnar
ef þú trúir og iðrast hreint
og athugar vel hvað hef eg nú greint
í versunum vísu minnar.

12.
Vertu nú fús að vanda það
og virð til skyldu þína,
hvar þú kemur í hvörjum stað,
heiðran skírninni sýna;
svo herlega þér hegða þá,
þar heilög þrenning öll er hjá
með æðsta engla sína.

13.
Kenndu nú, bróðir, börnum þín
og bið þau að leggja í minni
svo geymilega þau gæti sín
og gái að virðing sinni.
Þau eru Kristí kóngs börn hér,
kjörin til lífs þess eilíft er,
þar ljósinu aldrei linnir.

14.
Gef það, faðirinn gæsku ör,
Guð, fyrir miskunn þína
að skilja vildi skírður hvör
um skírnar prýði sína.
Sé þér lofið og syninum með,
sannleiksandanum dýrðin téð;
vill hér svo vísan dvína.

(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 92–93)