Annan sunnudag eftir þrettánda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 15

Annan sunnudag eftir þrettánda

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Það svo til bar að brúðkaup var
bls.18–19
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaaB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Jóh. ij (1–11)
Með tón: Heimili vort og húsin með
1.
Það svo til bar að brúðkaup var
í borg sem Kana heitir.
Jesús móðir og mey þar var,
minnstu hvað Jesús veitir.
Boðinn var Jesús með sveinum sín,
sagði móðir: Þá brestur vín.
Hann lætur nær sem neiti.
2.
Hvað hef eg með þig, mín hjartanlig,
hygg að því fróma kvinna.
Minn faðir að sönnu sendi mig,
segir hann, gott að vinna.
Komin er stund mín ekki enn,
auðmjúk bað þjónustu menn
sjálfs hans boði að sinna.
3.
Þar voru sett sex steinker þétt
að sið hebreskra manna.
Tvo eða þrjá mælir tóku rétt,
eg tel þar um eð sanna.
Jesús býður þénurum þá
þar skuli vatni hella á,
barmafull fljótt þau renna.
4.
Hellið nú á, kvað herrann þá,
og hafið til brullaups sveina.
Kæmeistaranum mjög við brá,
mun hann því ekki leyna,
kenndi úr vatni vínið sætt,
víst ei hvör það hafði bætt.
Þénarar þetta greina.
5.
Við brúðgumann svo mælti hann:
Margir í fyrstu veita
það góða vín sem gleðja kann,
gjöra svo menn ölteita,
en léttara þá lýður gleðst
leynt geymdir þú vínið best;
var svo ei vant að breyta.
6.
Í Galílea, sem greint er frá,
gjörðist það teikn af Kristi.
Bar það til fyrst í borg Kaná
hann blessaða dýrð auglýsti.
Lærisveina varð við það trú
vissilegana styrkri nú
sem framar þá biðja fýsti.
7.
Sú hjóna stétt, sem hefur þú sett,
herra, og vilt hér gleðja,
gef þú fyrir það falli létt,
freistni ei kunni skeðja.
Snú þú hörmungar vatni í vín,
veitir gleði en eyðir pín,
sætleik þinn lát oss seðja.
Vísan
1.
Boðinn sá brúðkaup prýðir
og bestur er allra gesta:
Kristur í Kana lýsti
af kærleik guðdóms æru.
Brestur vín brullaups kostar,
bæn gjörir móðir væna,
vínið úr vatni hreinu
verður það er hann gjörði.
2.
Við brúðkaup Guðs son góði
gjörði fyrst tákn á jörðu,
hjónum hér svo sýni
hjartakær að sér væri
og hryggðar vatni svo hegða
að huggunar vín úr bruggi.
Í Paradís er sú æra
auglýst þegar með fyrsta.