Seytjánda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 17

Seytjánda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Síraksbókar sætlegt tal
bls.419
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur

Skýringar

Rím stundum AAbb
Seytjánda ríma
1.
Síraksbókar sætlegt tal
seytjánda hér hefja skal.
Orðgnótt dimm og Eddu brjál
ekki á skylt við heilagt mál.
2.
Lofgjörð Drottins skýrast skal
með skilið og vandað orða val,
það mun fleirum færa gagn
en fornt og djúpsett kvæðamagn.
3.
Hef eg því ódýrt orða letur
einföldum að þóknist betur,
efni síst það umbreytir
en afskömmtuð er gáfan mér.
4.
Í kenning og kvæða lund
kostgæft hef eg það alla stund
einföldum að auka lið,
aðrir mín ei þurfa við.
Fertugasti og þriðji kapituli
5.
Eg vil dikta um dýrðarverk
er Drottins gjörði höndin sterk,
prísa þau sem vel er vert
og vottar mönnum skriftin bert.
6.
Vítt um gjörvallt veraldar ból
veitir ljós hin fagra sól,
skærara í heimi hér
hvörju því sem kennum vér.
7.
Helgur margur í heimi bjó,
herrann gaf það öngvum þó
Guðs verk öll að greina ljóst,
greip það aldrei mannlegt brjóst.
8.
Undirdjúpsins eðlisfar
og allra hjörtun rannsakar,
hugsast enginn hlutur sá
hans sem augum dyljast má.
9.
Elskuleg eru öll verk hans,
yfirganga þó skilning manns,
hlýðinn vinna hvört það starf
hann sem býður og þeirra þarf.
10.
Tvennt á móti tveimur sést
tállaust gjört með öngvan brest,
hvörju þeirra síðan satt
sérlegt gagn að vinna rétt.
11.
Skaparans dýrð menn skynja þá
skærum augum líta á,
að festingar himininn hár
harla traustur, ljós og klár.
12.
Upprennandi árla sól
endurlýsir jarðar ból,
skammtar dag með dýrri ferð,
dásemd sönn og þakkarverð.
13.
Heit og skær þá hár er dagur,
hauðrið þurrkar geislinn fagur,
vermda frjóvgar foldar rót,
fær þar enginn staðið á mót.
14.
Gnægri hita gefur af sér
en glóandi ofnar margir hér,
geisla ber og bjartleik þann
að blindað fær hún skyggnan mann.
15.
Mikla dýrð og megnið ríkt
mun sá hafa er gjörði slíkt
og henni bauð að hlaupa greitt,
hindra lætur ekki neitt.
16.
Tunglið geymir að tíma sín,
títt um alla veröld skín,
mánuð einn frá öðrum snöggt
og árið jafnan skammtar glöggt.
17.
Þetta ljósið aldar eitt
ýmist vex eða þverrar greitt,
mánuð sérhvörn mælir best
merkilega þó umbreytist.
18.
Líka allur himna her
í hæðum gefur ljós af sér
stjarna fjöldi furðu skær,
festingina prýða þær.
19.
Einninn bauð og ætlar þeim
upp að lýsa þennan heim,
þær geyma skammt og skikkun þá
sem skaparinn hæstur setti upp á.
20.
Rétt þú skoða regnbogann
ríkur Guð því gjörði hann
og liti fagra lét þar á,
lofi þetta hver sem má.
21.
Drottins ræður dýrlegt ráð
að drífur snjór og byrgir láð,
opnast himinn og elda gnýr
öðrum hvör í móti snýr.
22.
Eins og fljúga fuglar hér
ferðin skýja mótlík er,
Guðs af krafti þykkna þó
og þaðan sendir hagl og snjó.
23.
Reiðarþrumur herðir hann
og hræðast lætur foldar rann.
Skelfing kennir skepnan öll,
skógar, merkur, dalir og fjöll.
24.
Guðs að vilja vindur megn
vestan blæs og þar í gegn,
utan, sunnan ýmist fer,
eins og fugl þeir snúa sér.
25.
Drjúgt um jörð þeir dreifa snjó,
í driftir víða fellur þó,
af þeim mikla hvítleik hans
harla blindast augu manns.
26.
Hélu dreifir hann hauðrið á,
hún er lík sem salt að sjá,
verður að ísi vatnið hér
veðrið þegar kaldast er.
27.
Vatnið þá það vindur slær
voldugt afl og hörku fær,
hryllist brátt hið hæga hlé
har[ð]neskju sem klætt það sé.
28.
Með blæstri stórum birkir fjöll,
brennur og þornar mörkin öll,
eins og völlinn vermi hyr,
visnar hvað sem grænt var fyr.
29.
Í móti þurrknum því er gjörð
þokan dimm að verji jörð,
eftir hitann óska regn
endurnærir hennar megn.
30.
Með orði sjónum hamlar hann
hvörgi út að brjótast kann,
innsett hefur þar eyja lönd;
umferð hans er háska vönd.
31.
Undran mörg þar inni bjó
augum manna sjaldsén þó,
hvalakyn og kvikindi flest
kynja margt er ekki sést.
32.
Hans sem orð hefur áður sett
allir hlutir standa rétt,
þeygi kunnum þessu að ná,
þó vér mörgu segjum frá.
33.
Hans þó gjörðir hefjum mest
með heiðri þeim er kynnum best,
miklu hærri er herrann sterki
í hvörju sínu dýrðar verki.
34.
Í magt og valdi meiri er hann
en mannleg tunga skýra kann.
Þó vér lofum mest sem má
miklu stærri er tignin há.
35.
Hann hefur enginn augum séð
sá eðlið synda byggir með,
hvör mun kunna í heimi þá
herrans alla dýrð að tjá.
36.
Get eg að fátt af gjörðum hans
gefst að líta augum manns.
Annað furðu fleira er
fyrir oss dult í holdi hér.
37.
Alla hluti um heimsins álfur
himna stýrir gjörði sjálfur,
greindra verka gaf þó flest
guðhræddum að skynja best.
38.
Föðurnum hæsta heiðran sterk
fyr hvört og eitt hans dýrðarverk
sé án enda sögð og téð,
syni og helgum anda með.
39.
Síraks dýran sagna þátt
settan réttan rímu hátt
læt eg mætan lyktast hér,
af lesara þess eg óska mér:
40.
Mín vanmælin virði betur,
viskubrest og brákað letur,
viljann mig ei vanta bar,
veik kunnáttan heldur var.
41.
Þar óspekin spilling gefur
spakmálum þeim bókin hefur
hyggnir bæti um hátt og myrkt,
hinir láti standa kyrrt.
42.
Lof sé Guði er lærdóm gaf
en lýðum verði skemmtan af.
Virtrar kveikin kólnuð er
sem kvæðum lagði eg undir hér.
43.
Kenning nafns við kvæðið fest
kýs og greinir bókin best.
Síraks rímna seytján hér
samsetningar endir er.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 419–422)