Fimmtánda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 15

Fimmtánda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Fimmtánda skal fræða mátt
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur
Fimmtánda ríma
1.
Fimmtánda skal fræða mátt
fólki vanda á nökkurn hátt,
uppbyrjaðan auka þátt
svo áhlýðendum verði kátt.
2.
Lærdómur er ljós og hægur,
lof sitt vottar meistarinn frægur
en til mærðar minnstur slægur,
mörgum kann þó stytta dægur.
3.
Iðinn hvör þó orki smátt
akur sinn ef stundar þrátt,
upp sker rétt á allan hátt
eins sem sýnir dyggðar mátt.
4.
Iðinvirkur akurmann
akti hvör að finnist hann,
einn Guð gefur ávöxt þann,
erfiðið sá blessa kann.
Þrítugasti og áttundi kapituli
5.
Reyndu, son minn, hvað mun hér
heilnæmt vera til fæðu þér,
líkama þá lysting ver
sem lífi þínu skaðlegt er.
6.
Af hvörs kyns fæðu fyll ei þig,
frekt það bannar heilsustig,
innanmeina eftir sig
aflar neyslan gráðuglig.
7.
Svinnir hafa á setning gát,
sig til dauða því margur át,
hófleg neyslan lífsins lát
lengir og verður ævin kát.
8.
Hygginn læknir heiðra ber,
hann í þörf svo gagnist þér,
menntin hans í heimi hér
af hæstum Guði tilsett er.
9.
Kónga hæst er heimsins rann,
heiðra þeir þó læknarann,
listin gjörir að hefja hann
herrum jafn svo reiknast kann.
10.
Skatna lækning skaparinn mætur
skýrt af jörðu vaxa lætur,
hygginn hvör sem gefur að gætur
girnist slíkar heilsubætur.
11.
Dásemd Drottins sést til sanns
því soddan kemur af krafti hans,
að fyrir listir læknarans
líkamans græðast meinin manns.
12.
Guðs verk öll sem gjörðust hér
greina kunnum ekki vér,
hann gefur einn svo aldrei þver
allt það gott á jörðu er.
13.
Forlát þig eigi firðum hjá,
falli þér þó heilsan frá,
heldur Drottinn heitir á
hjálp og lækning muntu fá.
14.
Lífið gjör þú lasta frí,
lát af synd er vafðist í,
hjartans verði hreinsun ný,
hitt hið vonda síðan flý.
15.
Fórnum blíðum býtir þá
bæn guðhræddra þigg að fá,
strax sem ættir eftir á
auði og lífi falla frá.
16.
Leita þá við læknarann
ef lífi sjúku bjarga kann,
Guð tilsetti græðslumann,
gef þú ei frá þér lausan hann.
17.
Oft þá heppni hittum vær,
að heilsubót hinn sjúki fær,
fyr Guðs barna bænir þær,
þó bartskerinn sé hvörgi nær.
18.
Sá sem Drottins boðorð brýtur
bar[t]skeranum síðar lýtur,
áður en líf að lyktum þrýtur
í læknirs hendur falla hlýtur.
19.
Harma þann af heimi fer,
hryggðar merki sýn á þér,
sveipaðu hann sem altítt er,
ærleg jarðan kristnum ber.
20.
Harms sé stundin hæfilig,
hugga síðan aftur þig,
hryggðin leiðir heljarstig
hættleg þeim svo kvelja sig.
21.
Fátæktin og fastleg hryggð
fyllir af angri hjartans byggð,
í freistingunum fulla styggð
flestum gefur en öngva dyggð.
22.
Öngvan harm né hryggðar grát
í hjarta þínu festast lát,
að endalokunum gef þú gát,
gjörvallt fellur heimsins stát.
23.
Látinn mann þótt harmir hér,
hann til þín ei aftur fer,
gagnlaust honum en grandar þér
að grátir meir en hóflegt er.
24.
Heldur sjá þú sáttmál þann
að sofnar þú sem annar mann,
á fyrra degi deyði hann,
í dag þig þvílíkt henda kann.
25.
Kristinn mann sem látinn liggur
lengi skalt ei harma hryggur,
það þig huggi, halurinn dyggur,
hans að sálin náðir þiggur.
Þrítugasti og níundi kapituli
26.
Ritning hvör sem iðka á
annað varla stunda má,
hvörnin kann hann kynning ná
sem keyrir eyki og vaktar þá.
27.
Hann um verknað hugsa hlýtur
hvörn dag sé að nökkru nýtur,
ár og síð að iðju lýtur
ellegar fénað fóðrið þrýtur.
28.
Trésmiður sem til er sett
tíðum sína stundar stétt,
vandar mest að verkið rétt
verði dýrt og falli slétt.
29.
Járnsmiður með sama sið
sitja hlýtur steðjann við,
ómaks fær af afli bið
eldmóður en sjaldan frið.
30.
Hlustir fyllir hamars hljóð,
heitan mæðir eldsins glóð,
því ástundun þar öll til stóð
að enduð verði vinnan góð.
31.
Leirpottarinn líka kann
löngum reyna hvíldarbann,
handa raun og fóta fann
frekt ef stundar verknað þann.
32.
Að gá þarf hann allan tíð,
efnuð ker svo verði fríð,
ofninn hreinsa ár og síð
ef sitt hyggst að vanda smíð.
33.
Allir þeir eg áður kvað
athöfn sinni hneigjast að,
eru því þeir iðka það
ómissandi í hvörjum stað.
34.
Í samkundum ei kann sá
öðrum stjórn né kenning tjá,
hvörki þýða spektar spá
né spakmælum að greina frá.
35.
Seggur hugsar sumar og vetur
sjálft það eitt en ekki betur,
erfiðið sem ágirnd hvetur
aflað hvað um síðir getur.
36.
Hann sem stundar heppni þá
herrans orða visku að ná,
langfeðganna lærdóms spá
leiti fyrst að grunda sá.
37.
Lífssögur hann lesi af þeim
sem lofaðir voru fyrr um heim,
mennta og dyggða mætan seim
meir girntust en lastakeim.
38.
Ef soddan dæmum seggurinn ann
og sér í nyt þau færir hann,
greinagóður og málskýr mann
mektar herrum þjóna kann.
39.
Líka sá með lyst og mátt
sem leitar Guðs á allan hátt,
sé bænrækinn þegninn þrátt,
þeim mun sjaldan ráða fátt.
40.
Fyrir það blíða bænarhljóð
blíðkast Guð við heimsins þjóð,
vísdóms anda gáfan góð
garpnum vex um hyggjuslóð.
41.
Þessi gáfan garpnum lént
gagnsöm verður og mörgum hent,
þar af fær hann þjóðum kennt
þarfleg ráð og lærdóms mennt.
42.
Undrast þjóðin öll til sanns
afbragð visku þess manns,
aldrei fyrnist innan lands
ágætt nafn og minning hans.
43.
Í predikun verður síðan sett
sjálfur hvað hann mælti rétt,
herrans kirkja hrósar slétt
hans kenningu og dýrri stétt.
44.
Meðan á lífi mætur tefur
meira nafn en þúsund hefur,
líka síðan látinn sefur
lofsamlega minning gefur.
Fertugasti kapituli
45.
Heyrið börnin helg og fróm,
höndlið þar til náðugt tóm,
sæt ilmandi eðla blóm
aukið Drottins dýrðar róm.
46.
Vottum það sem verðugt er,
að verk hans hvört í heimi hér
harla er gott í sjálfu sér,
sem hann býður jafnan sker.
47.
Sem þá skaparans skikkun góð
skipti í tvennt hið mikla flóð,
múrs sem veggir vatnið stóð
veg svo fengi hin helga þjóð.
48.
Ljúft er skepnum líða ranns
að lúta skipun skaparans,
enginn hagi svo til sanns
svik né brest í aðstoð hans.
49.
Augun Drottins ætíð sjá
allt hvað gjört er mönnum hjá,
heims upphafi fyrstu frá
fram til þess hann endast á.
50.
Skilst oss lítt þó skoðum vér þrátt
um skepnu hvörrar gagn og mátt,
allt þó stoðar á einhvörn hátt
enn þótt sýnist brigðu smátt.
51.
Drottins blessun fram svo flýtur
fold sem vatnið döggva hlýtur,
heiðingjanna heillir brýtur,
harðnar jörð ef vökvan þrýtur.
52.
Guðs verk helgir heiðra best,
heimskir menn þau virða verst,
til gagns sköpuð góðum mest,
gjöra þeim illu hjálpar brest.
53.
Lífs þörf seggja sannleg hér
salt, járn, vatn og eldur er,
hunang, mjöl sem hungri ver,
heilnæm mjólkin, vín og smjör.
54.
Hulning klæða er holdi bar
og hvað sem fleira telst til þar,
gjört til þarfa góðum var
en guðlausum til skaðsemdar.
55.
Vindur sterkur, stundum blíður,
til straffs er gjörður ei að síður,
hans þá geisar stormur stríður
stóran skaða margur bíður.
56.
Þegar að koma kvalning á
karskir vindar heiminn slá,
hella út yfir hauður og sjá,
hans reiði sem gjörði þá.
57.
Hungur, dauði, hagl og bál,
hættleg dýr og orma tál,
vígasverð og vopnastál
vondum slíkt er hefndar kál.
58.
Herrans valdi viljugir
vinna þeir hvað boðið er
hvar hann þeirra þarf með hér,
þreytast ei né hlífa sér.
59.
Úrskurður sé sá um síð
samþykktur af kristnum lýð,
að Guðs verk öll eru góð og fríð
og gagnsamt hvört á sinni tíð.
60.
Ónýtt kallast ekki neitt
það æðstur Guð hefur gjört og veitt,
hjartanlega hvört sem eitt
heiðri menn og þakki greitt.
61.
Hörmulegt er mannlegt mein
meðfætt oss en bótin sein,
þar til moldin móður ein
meðtekur vor stirðnuð bein.
62.
Ótti og stúran ævin er
eftir á dauðinn seinast fer,
hæstum eins í heiðri hér
sem hinum er minnstan jörðin ber.
63.
Hann sem gengur gumnum hjá
með gullkórunu og silkið smá
áhyggju ber eins og sá
sem alltíð skýlir hempa grá.
64.
Alltjafnt hlýtur ýta lið
ókjör slík að búa við,
öfund, hatur, heljarbið,
heift og kross en skjaldan frið.
65.
Og þá nökkur náðir hefur
á nóttunni í hvílu sefur,
margs kyns heimska huginn vefur,
hindrar værð og ginning gefur.
66.
Svefn þá hvílir sjálfan mann
sjónhverfing þó skelfa kann,
ef argan dreymir óvin þann
sem ásækir að myrða hann.
67.
Hann þá vekur hræðslu gnýr
hryggð sinni í fögnuð snýr,
eins og þeim úr orustu flýr
óttinn hverfur og verður rýr.
68.
Gleðinnar svipur og ginning flest
gjörir svo mörgum værðarbrest,
á öllu holdi einatt sést,
ómildum þó langtum mest.
69.
Blóðs úthelling ekki hrein
ólukka og heiftargrein,
hungur, sverð og heljarmein
hvörs kyns straff og plagan ein.
70.
Allt það sett og ætlað var
ómildum til refsingar
fordjörfun þeim flóðið bar,
fannst til hjálpar ekki par.
71.
Minn vill bresta mærðar strengur,
meiskrið Hárs því illa gengur,
rennur ei af rosta lengur,
Rögnis skal svo bíða fengur.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 412–416)