SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3045)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Síraks rímur 10Tíunda ríma [Jesús Síraksbók snúin í rímur]Bálkur:Síraks rímur
Fyrsta ljóðlína:Mærðar val með tállaust tal
bls.394-398
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur
Tíunda ríma
1. Mærðar val með tállaust taltíunda hér byrja skal, náðar hyr svo nú sem fyr námi bið eg að opni dyr.
2. Ei skal þjóð né ærlegt fljóðauka sér af slíku móð þó hér sé sagt um heift og makt hvörri frú sem til er lagt.
3. Vítt um jörð eru vítin hörðtil viðvörunar augljós gjörð en lyndis dyggð er langt frá styggð og lof sitt hefur í hvörri byggð. Tuttugasti og fimmti kapituli
4. Þrennt eg tel og þjóðum feler þóknast Guði og mönnum vel, svo sem ber ef sætlegt er samlyndi með bræðrum hér.
5. Annað títt er einka frítt,ef náungar elskast blítt, og ef fast fyrir utan last allvel hjónin forlíkast.
6. Þrennt er víst mér þóknast síst,með þurftugum ef drambið brýst, ef ríkur lemur og lygi semur og leiður karl ef hórdóm fremur.
7. Ef ungur tefur og að sér hefurengin föng þá færið gefur, hvað mun fá eða finna sá fellur þegar að ellin á?
8. Virðast má það vegsemd háað viskufull sé höfuðin grá, öldruð þjóð í fræðum fróð, fremd er herrum skynsemd góð.
9. Helst er skart og heiðursarthafi þeir gömlu forsótt margt, óttinn ber á herrann hér höfuðkóróna slíkum er.
10. Nákvæmir að nefnast hérníu hlutir loflegir. Þessa best í þanka fest, þann tíunda prísa eg mest.
11. Garpur nýtur er gæfan lýturog gleði af sínum börnum hlýtur, hinn er sá á heppni þá að hans óvinir féllu frá.
12. Heillin sú er hvörjum trúhyggna að eiga ektafrú, auðar rein ef orðin nein öngvum lætur vinna mein.
13. Ekkert hvarf né iðju starfóþekkum sá veita þarf, vel sælan og virði eg þann vin sem á sér trúfastan.
14. Vel þeim fer sem sómann sérsetnings maður og forsjáll er, líka sá sem lærir þá leiðrétting sem þiggja að fá.
15. Mjög er dýr sá mannvits skýrmeð hvörjum að viskan býr, góðan mann og guðhræddan greindra fyrr eg æðstan fann.
16. Öllu hér því æðri erótti Guðs sem skynjum vér, sá við hann sig halda kann hvörjum skulum vér líkja þann?
17. Angursgrein er engin einönnur meiri en hjartans mein og konunni hjá er klókskaps þrá, svo kanntu öngvan stærra sjá.
18. Umsát rík er engin slíköfundsjúks að manns sé lík, né hefndar ráð um hyggju láð sem heiftarmanns ef væri dáð.
19. Hvörgi er slægð í höfði vægðhöggormsins sem véla nægð, konunnar heit í hyggju reit heift er meiri en margur veit.
20. Halurinn vís sér heldur kýsað hafa þar vist er ljónið rís og eiturs sjá þann gamminn grá en grimmri konu að búa hjá.
21. Illskurót þá ertir snótandlitsprýðin verður ljót, lyndið kátt og bragðið brátt breytist um á verstan hátt.
22. Hennar mann fyrir háttinn þannhneyksli löngum blygða kann, brigsl og vítur af brúði hlýtur, brjóstið jafnan angrið slítur.
23. Illsku göll í heimsins höllhjá hennar heift eru lítil öll, af því má sú auðar ná óguðrækins hefndir fá.
24. Málugt sprund kann marga stundmjúklyndum svo þreyta lund sem söndug, breið, hin bratta leið bjúgum karli er ekki greið.
24. Andlit bjart og brúðarskartblekkja lát þig ekki snart, þó þér ein sú geðjist grein girnst ei fyrir þá lauka rein.
26. Auðþöll kann sú auðgar mannorðstór vera og forsmá hann, dapur og hljóður, hjartamóður af hennar illsku er þegninn góður.
27. Ektavíf, sem eflir kífen aldrei gleður mannsins líf, orkar greitt að allt sem eitt angrar hann og verður leitt.
28. Syndin þver í heiminn héraf henni til vor komin er, þar fyrir neyð á lífsins leið líðum vér og strangan deyð.
29. Vatnsins rein að vinni ei meinvarnar hvör á marga grein, minnstu hinn að hrundin svinn hafi ei allan vilja sinn.
30. Mönnum hjá sæll er sásem dyggðuga kvinnu á, hans auðnu val og ára tal af því tvefalt verða skal.
31. Frómur mann þá frúnni ann,forstöðu sú góða kann, fagnaðar fans er rótin ranns og rósamt gjörir hún lífið hans. Tuttugasti og sjötti kapituli
32. Dregla brík í dyggðum rík,dýrmæt gáfa reiknast slík, fær sá það sem fyrr eg kvað er föðurnum hæsta lýtur að.
33. Hvört sem féð eða fátækt meðfellur þessum manni í geð, samt er maður í huggun hraður, hér fyrir sæll og jafnan glaður.
34. Upptök móðs og eyðing góðsúthellingin saklauss blóðs, þetta margt er þrauta hart þungbærra en dauðans art.
35. Af því fæst þó angrið stærstef auðþöll grimm á aðra slæst, vandlætir og brigsli ber báðum hvað sem gegnir ver.
36. Eins fer þá eð einhvör áillri konu að búa hjá, sem yxn í mó er arðinn dró öðru hvört í móti þó
37. Drukkinn svanni er dárlegt bann,dylja ei sín lýti kann, ef lauslátt er lyndið kátt af lyftum augum merkist brátt.
38. Dóttur snart ef ill er artóbljúga þú haldir hart, svo falli ei ver né verði þver víslega ef sjálfráð er.
39. Ósett títt með andlit fríttef um skyggnist og horfir vítt, sú mun hörð á holdsins gjörð ef heldur þú ei sterkan vörð.
40. En ef þú með öngri trúað gætir né geymir frú, gálauslig þó saurgi sig síðar lát ei furða þig.
50. Þyrstur, hraður hlaupamaðurhvíld og vatnið þiggur glaður, svo mun já svanninn sá segja því hún kann að fá.
51. Menþöll þýð í máli blíðmann sinn gleður allan tíð, hennar blygð og dagleg dyggð drengnum kætir hjartans byggð.
52. Svanna þann er þegja kannþekka gjöf sér reikni mann, hegðun góð ef heiðrar fljóð held eg betra en ægis glóð.
53. Hæversk frú sem heldur trú,hvör skal manni kærri en sú? Eignarmund er alla stund ekkert betra en hreinlíft sprund.
54. Eins sem sól um himna hjólheimsins lýsir gjörvallt ból, dyggðahrein svo hrundin ein húsið prýðir á marga grein.
55. Andlitsfríð sú falda hlíðfróm sem reynist allan tíð, lof hún fær og líkist nær ljóslampa sem þó er skær.
56. Stöðugt geð og stilling meðstoltri frú ef væri léð, gjörn á frið með góðan sið gullstólpa má líkjast við. Tuttugasti og sjöundi kapituli
57. Tveir hlutir mislíka mér,móðgun stór hinn þriðji er, ef stríðsmann nýtur næring þrýtur neyð um síðir líða hlýtur.
58. Ráðneyti þó förlist féforaktað um síðir sé, til rangrar snúa af réttri trú reiði Guðs þeim dæmd er nú.
59. Kaupmann sá er krambúð ákann varla við syndum sjá, fátækt ströng til fjárins svöng fýsir mann á verkin röng.
60. Nagli stinnur múrvegg vinnur,veru á meðal steina finnur, eins er miður synda siður seggja í milli er kaupast viður.
61. Kaupmann frekur syndum sekursig ef ei til vara tekur, missir mátt og forðar fátt, falla mun hans húsið brátt.
62. Sáldið ver þá sigtað erað saurugt ei með hreinu fer, áform téð við allra geð óklárt finnst þó nökkuð með.
63. Leirpott áður en sé máðurofnsins prófar hitinn bráður, mótgangs und svo mannsins lund mótlíkt reynir alla stund.
64. Eins mun tré sem aktað séávöxt nýtan láta í té, svo til sanns er málið manns merkið glöggvast hjarta ranns.
65. Öngvan þann þú miklir mannmeðan ei áður heyrðir hann, öllu gjör mun örvagrér af orðum sínum kynnast þér.
66. Réttlætið ef venstu viðveitir það þér hjálpar lið, heiðursvert og vermir bert sem vænum stakki klæddur sért.
67. Fer svo lag um fugla hag,þeir fylgjast að með sama slag og sannleiksdyggð hefur sína byggð hjá svinnum þeim er geymir tryggð.
68. Eins sem ljónið setur sjónað sigra bráð og vinna tjón, svo um síð það syndar níð svíkur manninn einhvörn tíð.
69. Guðhræddir þeir gefa af sérgagnsamt tal það heilnæmt er, apans list hún umbreytist eins sem tungl í sinni vist.
70. Hugsa þá ert heimskum hjáhvað tímanum líða má, hafðu frið hinn hyggna við heldur dvöl og lengri bið.
71. Vitrum hal er heimskra talharla leitt ef líða skal, orða skemmd og angursemd illir kalla lyst og fremd.
72. Svardagar og sinnufarsvinnum geðjast ekki par, við þann hátt og heiftar þrátt halda menn fyrir eyrum brátt.
73. Drambsamir þá deila hérdauðastríð þar eftir fer, forsukt spé og fáryrði forðast hvör að nærri sé.
74. Leiðast brjál er leyndar málljós að gjöra og vinna tál, trúnni frá er týndur sá og tryggvan vin mun aldrei fá.
75. Heill er sú ef heiður og trúhollum vin að veitir þú, hvör hann sveik í heimugleik hér til aldrei aftur veik.
76. Ei fær mætur angurs bæturóvin sinn sá lausan lætur, mótlíkt er ef þekkur þér þinn fulltrúinn burtu fer.
77. Eins sem happ úr hendi slappef haldinn fugl í burtu skrapp, líka hlaut sá harða þraut hollan vin sem fældi á braut.
78. Hvað þú strangan herðir gangá honum ei þó færðu fang, verjast lét og vareygð hét sem villidýr er sleppti net.
79. Bót til stár að binda sárbrigslyrði og verða klár, leynt orð hvört ef ljóst er gjört lækna mun það öngvum vert.
80. Þunglegt geð er þegni léðþeim sem bendir augum með, óvíst er að örvagrér af því láti víkja sér.
81. Um þig frítt í eyrum blíttóheill talar en hugsar strítt, hans orðtak þó ei sé sak annað finnst í raun á bak.
82. Læst í trú sem lundprúð hjú,lofar það allt er sagðir þú, umbreytir þá frá þér fer flestöllu sem gegnir ver.
83. Ókær mér hann alltíð er,óvild Guðs og líka ber, forðist hann sá þekkja kann, þar með byrg eg ljóða rann. |