Áttunda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 8

Áttunda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Þáttinn átta þylja skal
bls.386
Bragarháttur:Ferskeytt – frumframhent (mishent)
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur
1.
Þáttinn átta þylja skal
þeim til gamans er hlýða,
ef mengað fengist mærðar val
má það efnið prýða.
2.
Þessi versa vönduð orð,
ef vildi þjóðin læra,
mennt er hent við munats borð,
mörgum gleði og æra.
3.
Kenning enn og kurteis ráð
köppum hygg eg greina,
sveitum veiti signuð náð,
sætleiks gáfu hreina.
Tuttugasti kapituli
4.
Þegn ógegn ávítun manns
í ótíma mun segja,
væri nær yfir vömmum hans
vildi hann heldur þegja.
5.
Betur er metin munnsins styggð
en móð í brjósti að herða,
þann það kann að þiggja af dyggð,
þeim mun gott af verða.
6.
Hvör sá er sem öðrum tér
ofríki í dómi,
ei mun þeim þótt ætli sér
orðlofs fylgja sómi.
7.
Líkist slíkur löstum í
ljótum hofmanns hætti,
er illa spillir sprundi því
er spara og geyma ætti.
8.
Hann sem fann ei forsvar neitt,
fyrir það verður að þegja,
þagnar gagn er vitrum veitt,
veit sér stund að segja.
9.
Rís hjá vísum ræðan gegn
er réttum tíma náði,
hastar fast hinn heimski þegn,
hugvits síður gáði.
10.
Þekkur er ekki þjóðum sá
er þvælir margt að vanda,
óvild gilda oft þeir fá
í ýmsum völdum standa.
11.
Örgum mörgum vegnar vel
að vinna í sökum röngum,
það verkar sterkum vondan hel
og vist í píslum löngum.
12.
Sveit svo veita margur má
að megi hann óþökk finna,
annar kann fyrir útlát smá
ástir sér að vinna.
13.
Rekk ef þekkist skart og skraut
skaða mun ekki varna,
hafning jafnan hlaut og naut,
hvör sig lækkar gjarnan.
14.
Hlaupa að kaupa mikið og margt
margur fyrst ei sparði,
en hann spenna útgjöld hart
eftir á meir en varði.
15.
Mætur lætur ljúflegt tal
litla gáfu bæta,
hinn ósvinni sjaldan skal
sagðrar hylli gæta.
16.
Vingjöf hins er visku brast
varla mun þig stoða,
lygnir skyggnum langt og hvasst
laun svo fengi að skoða.
17.
Hefur ef gefur augun tvö
í útlátunum við drengi,
laununum raunar sjónir sjö
setur hann eftir lengi.
18.
Fátt og smátt ef fær í burt
firnum gjörir að raupa,
víða síðan verður spurt
sem vín sé falt til kaupa.
19.
Í dag það lag að lána fé
lénar hann þeim er beiði,
á morgun borgað síðast sé
sannlega vill hinn leiði.
20.
Hag sinn klagar hinn heimski þrátt,
hollur finnst mér engi,
firðar virða við mig smátt,
þó velgjörð marga fengi.
21.
Föng þó löngum fengi hér
og fæði af brauði mínu,
aldrei gjalda aftur mér,
æru í máli sínu.
22.
Fárlegt dár mun fávís hann
af fíflsku sinni bíða,
í lasta kasti fallinn fann
fólksins hæðni víða.
23.
Hrekkja rekkur hyggjurýr
hreytir orðum víða,
hvað sem það í brjósti býr
birtir hann þeim er hlýða.
24.
Eitthvað neitt þótt inni sá
í ótíma það gjörði,
hæðinn ræðu hygg eg þá
honum að öngvu verði.
25.
Öreign gjörir að aumur kann
öngvum skaða að vinna
því er frí í hugsun hann
um hefndir verka sinna.
26.
Argur margur illt til vinnur
upphefð sinni að halda,
þar til margt úr máta finnur,
munu því vondir valda.
27.
Þénar og lénar liðsemd margur
lasta verk að fylla,
hann mun þanninn kallast kargur
og kemur sér löngum illa.
28.
Skammar vammir lygin lér
og lýtir alla drengi,
víða tíð og almenn er
hjá athugalausu mengi.
29.
Þjófur að prófast ógott er
en þó lygð hin versta,
svo mun koma að báða ber
bundna í gálgann festa.
30.
Drjúgum ljúga dárlegt er
og drengjum sviptir sóma,
hann sem vann mun hvörjum ver
til heiðurs aldrei koma.
31.
Heiður greiðan hygginn fær
helst fyrir ræðu góða,
ríkum slíkur reiknast kær,
rausn og virðing bjóða.
32.
Vakur á akri vinnumaður
og verkadyggð ei sparði,
hrúgu drjúga hirðir glaður
heldur meir en varði.
33.
Hvör sig ver svo herrum hjá
í hegðun öngri að reita,
ef kær þeim væri og virtur sá
varfær mjög má heita.
34.
Skenkir krenkja skyggnum sjón
og skilnings visku blanda,
mei[ð]sla beisl er munni tjón
og meinar þeim um að vanda.
35.
Ef vitur situr sagna hljóður
og sín ei lætur neyta,
í foldar moldu fólginn sjóður
fæstir um báða skeyta.
36.
Get eg að betur gegni þjóð
þó geymd sé fávís ræða,
mein er að leyni mennta sjóð
sá margan kann að fræða.
Tuttugasti og fyrsti kapituli
37.
Synda yndi ef sótt er fast,
seinka þú ei að neita,
grið og frið fyrir gjörðan last
Guð þér biðtu veita.
38.
Hræðstu skæðan hennar hátt
höggormur sem væri,
er bítur og slítur býsna knátt
ef bilar hann ekki færi.
39.
Hennar tennur myrða mann,
sem mat þá ljónið næði,
og beittur hneitir brygði á hann
ben þá að enginn græði.
40.
Bíður um síðir armóðs eymd
ofríki sá veitir,
eyðast, sneyðast góssin geymd
garp þeim drambið þreytir.
41.
Snöggt og glöggt þá snauður biður
snart vill Guð hann heyra,
hefndin stefnd er nærri niður
náðlausum við eyra.
42.
Á rangláts gangi reikar sá
er ræður góðar styggja,
óttans þróttur öðrum hjá
áminning vill þiggja.
43.
Þræll ódæll af gjörðum glaður,
Guð þann lítur fjærri,
frægur slægur finnur maður
að fordjarf hans er nærri.
44.
Hann sem annars eignum snýr
í efling húsi sínu
grjót á mót sér geymir og býr
til grafar og stærri pínu.
45.
Hölda fjöldi hópur sá
er hræðslu Guðs ei kenna,
lyngva bing þeim líkjast má
sem loginn á upp að brenna.
46.
Á hreinu steinagólfi gá
guðlausir eg kalla,
þess mun sess og endir á
afgrunn heljarpalla.
47.
Grundir, stundir Guðs orð beint
en gegn ei þótta röngum,
gott er Drottinn hræðast hreint,
heill það stýrir löngum.
48.
Vanti gantan vísdóms mennt
vil eg sér láti kenna,
vit með lit er seggjum sent,
samt þá nauðir spenna.
49.
En svo rennur ræða hans
sem röksemd mikla kunni,
sem flóðið óðum fiska ranns
fellur af nægðar brunni.
50.
Hjartans art þó heyri gott
heimskur þanninn sýnir,
líkt er slíkt við lekan pott
lærdómi svo týnir.
51.
Þegninn gegn og kostakær
þá kenning heyrir góða,
rís þeim prís um ræður þær
og rómast vítt til þjóða.
52.
Enn ef hennar heyrði róm
halurinn gjarn til lasta,
byrstist fyrst og boðaðan dóm
á bak sér gjörir að kasta.
53.
Hjal og tal af heimskum þegn
í heyrn er þungt sem byrði,
mæt og sæt er málsemd gegn
og mörgum þakknæm yrði.
54.
Aktast, vaktast orða spekt
í samkundu þegna,
vísan prísar visku mekt,
vill því hvör mann gegna.
55.
Ræðu hæð er hins heimska manns,
hús sem fallið væri,
á orða skorð og áform hans
enginn skilning bæri.
56.
Brýst og snýst hinn bernski á mót
ef býðstu honum að kenna,
sem vildir gildum heiftings hót
um hendur og fætur spenna.
57.
Velur og telur hinn vitri sér
virðing slíkt og blóma,
sem glæst hið stærsta grettirs sker
gæfist honum til sóma.
58.
Fávís snáfar um fjarlæg hús
en frómir hegðun vanda,
gapinn snapar að gluggum fús
en gegn vill úti standa.
59.
Á hleri að vera húsdyr við
helst er dárleg vísa,
nýtir lýta soddan sið
en sannan trúskap prísa.
60.
Skrafmenn hafa skvaldurs hjal
en skorða ei ræðu neina,
spakir vaka og vega sitt tal
í vigtum gullsins hreina.
61.
Hjartans partinn heimsku hraður
hefur sér í munni,
tállaust málið tiginn maður
tekur í hugskots grunni.
62.
Hátt og kátt hinn heimski hlær,
hefur hann dárleg læti,
hófi prófast hegðun nær
hyggnir þó sér kæti.
63.
Ef þjóstur ljóstar leiðan mann
líkum sér að blóta,
þó mun dóm og bölsins bann
bófinn sjálfur hljóta.
64.
Heldur veldur sögvís seggur
sínum eigin baga,
er enginn lengi ást við leggur
en að sér fæstir draga.
65.
Sæmd er dæmd þeim sanna dyggð,
sér vill gjarnan vanda.
Mundar fundi máls í byggð
mun hér leyft að standa.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 386–390)