Fimmta ríma [Jesús Síraksbók snúin í rímur] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 5

Fimmta ríma [Jesús Síraksbók snúin í rímur]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Við það fimmta fræðaspil
bls.375–379
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur

Skýringar

Rímið er stundum AAAA
1.
Við það fimmta fræðaspil
fýsir mig að hætta til.
Varla má þeim verða á bil
sem vildu gjöra á mörgu skil.
2.
Heilags anda hjálpin góð
hjörtun gefi að verða fróð
og þakknæm gjöri sér þessi ljóð
en þarfsamleg fyrir landsins þjóð.
Tólfti kapituli
3.
Í húsum þínum hvörn sem einn
að herbergja sért ekki beinn,
því ótrúr heimur er öngvum hreinn
til óheilinda sjaldan seinn.
4.
Hjartað falskt er fullt með tál
og fyr þig býr sitt vonda kál,
á verstan veg þín verk og mál,
virðir bæði og hrellir sál.
5.
Af gneista einum geysist eldur
og grimmum líka saklaus felldur,
vondum skall er skömmum veldur,
skil þig frá og forðast heldur.
6.
Ef inn tekur þú ókenndan
ómak þér það vinna kann,
af þinni eign ef orkað vann
út þig sjálfan rýmir hann.
7.
Ef velgjörð nökkrum viltu tjá
væri best að slíku gá,
hvílíkur að helst er sá,
holla þökk svo mættir fá.
8.
Góðum gott ef gjörðir hér
goldið best mun verða þér,
umbun hans ef engin er
eflaust launar Guð sem ber.
9.
Skálkar þeir með þykkjurót
sem þakkir öngvar leggja á mót
fyrir gjafmildi og góðleg hót,
grípur slíka eymdin skjót.
10.
Góðhjörtuðum gef þú víst
en guðlausan þú aumka síst,
auman gleð sem að þér snýst
við ómildum þú heldur býst.
11.
Fæði þitt þú vondum ver
að vendi ei til þroska sér,
því illt svo mikið hann endurlér
sem áður fékk hann gott af þér.
12.
Almáttugur er óvin ber
óguðrækum þegnum hér,
réttlátur í reiði þver
refsar þeim sem verðugt sér.
13.
Velgengið þá villir mann
vin sinn öngvan þekkja kann
en sem lækkar eymdin hann
óvin margan víða fann.
14.
Hefjist maður til mektar hátt,
það mislíkar hans óvin þrátt,
En verði hann með veikan mátt
vinirnir sjálfir flýja brátt.
15.
Fjandmann þinn þú forðast senn
og fest ei við hann trúskapinn,
járnið ryðgar áður og enn
og aldrei tryggjast slíkir menn.
16.
Þó hneigi, beygi og blíðki sig
best við honum þá vakta þig,
soddan auðmýkt alllíklig
á þér skyldi eg vinna svig.
17.
Þennan síst þú set þér hjá,
sæti þínu hann hyggst að ná,
um síð þú minnist orð mín á
og iðran sterka finnur þá.
18.
Með höggorminum hvör sem býr
hættleg bit sá varla flýr,
skynji maður um skaðleg dýr,
skemmdir fær ef móti snýr.
19.
Eins fer sá til ills sig hefur
í óguðrækins syndum vefur,
fallinn þig hann frá sér gefur
í farsæld þinni hjá þér tefur.
20.
Fjandmaðurinn frammi lætur
fögur orð sem vinurinn mætur,
með auðmýkt stórri sýnist sætur,
sviksamlega og einninn grætur.
21.
Hugsar þó í hjarta sér
í heljar gröf að koma þér,
harla fús og framgjarn er,
fjörtjón þitt að girnast hér.
22.
Þér til falls er fyrstur hann
fulltrúr læst þinn hjálparmann,
síðan skaða og skemmd þér vann
skúlk og hæðni veita kann.
Þrettándi kapituli
23.
Hvör á tjöru þreifar þrátt
þar af sjálfur saurgast brátt;
við sérgóðan ef samlag átt
sannan lærir drambsins hátt.
24.
Forðast skaltu forríkan
að fella þig í lag við hann,
ella ber þú þungan þann
er þrautar nógur verða kann.
25.
Pottur hvör sá er með eir,
í öðrum þó ef væri leir,
berjast saman báðir þeir
brothættur er annar meir.
26.
Þá auðugur vinnur illsku prett,
um hælist og kallar rétt,
þó vesall líði hans valdið þétt,
það verður honum að falla létt.
27.
Hann annast þig ef ertu nýtur,
uppgefinn þú rýma hlýtur,
meðan það endist brauð þitt brýtur,
brosir þá að er hjálp þig þrýtur.
28.
Þíns ef nökkra þörf hann hefur
þig sjálfan með ginning vefur,
mörgu lofar og mjúk orð gefur,
minnst er von að tryggist refur.
29.
Spyr þig að hvört þarft ei neitt
að þiggja það þér verði veitt,
til veislu býður og veitir greitt
en virðing hans er tálið eitt.
30.
Þar til eign og efli þitt
af þér ginnti og gjörði sitt,
í launin síðan hefur þú hitt
hæðni, spott og vondan kvitt.
31.
Þá þig auman orðinn sér
aumkar síst né bjargir lér,
einfaldleik þinn lát ei hér
lukkutjónið stofna þér.
32.
Mektugur ef þig að sér dregur
undan telst sem værir tregur,
þinn er heldur hærri vegur
ef hann er þar til þrásamlegur.
33.
Inn þrengjast þú ekki mátt,
útrekinn svo verður brátt,
samt þó skalt ei synjast þrátt
að sýna gagn á nökkurn hátt.
34.
Skipun hans þú mæl ei mót,
mjúk orð hefur en aðra rót,
tál er slíkt og teyging ljót,
treystu vart á vinskapshót.
35.
En sem hann er orðinn reiður
allur fellur vinskaps heiður,
hann mun þá til hefnda greiður,
höndla þig sem værir leiður.
36.
Kvikindin það kunna flest
kyn sitt eigið rækja mest,
við sér líkan samlag fest
seggja hvörjum hentar best.
37.
Vargsins samlag sauðinn við
síst er von að veiti grið,
eins mun góðum ekkert lið
með ómildum að falla í sið.
38.
Þegar hýena hundinn fann
hefur til ráð að svíkja hann,
forríkur við fátækan
furðu líkt að breyta kann.
39.
Eyðimerkur allmargt dýr
ólmu ljóni fæðu býr,
fátæks eignin eins er rýr
sem auðugur sér til kostar snýr.
40.
Dramblátum er andstyggð ein
auðvirðing og lækkan hrein,
voldugum er viðbjóðs mein
volaður maður á alla grein.
41.
Þegar hinn ríki rása kann,
reisir á fætur margur þann,
fátækur þar falla vann
fótum troða vinirnir hann.
42.
Ríkismannsins rangleg styggð
ræmist vel um heimsins byggð
en þótt mæli last og lygð
lýðurinn kallar sannleiks dyggð.
43.
Fátækur ef illt hefst að
ýkja kunna margir það,
hyggin svör ef heyra bað
hafa mun það þó öngvan stað.
44.
Þá ríkur talar þagnar þjóð,
þýðist hvör og lækkar móð,
fátæks ræðan fær ei hljóð,
forsmáð er hans skynsemd góð.
45.
Hvað sem hann vill herma og tjá
heyrendur mun varla fá,
verði honum eitthvað á
eflaust fær að plata þá.
46.
Auður er góður á minn sann
fyr utan synd, ef neytir mann
óguðrækins aura bann
til illyrða mun neyða hann.
47.
Hvað sem býr í brjósti manns
birtist skjótt á augum hans,
glaðlegt tillit glöggt til sanns
gleðina merkir hjarta ranns.
48.
Hinn sem ber í hjarta sér
heimugleik þann leyndur er
náða öngra nýtur hér
sem náttúrunni værðir lér.
49.
Sæll er sá ei óráð gefur
og öngva þar af vonda hefur
samvisku þá sorgum vefur
og syndin ekki traustið kefur.
Fjórtándi kapituli
50.
Sínkum skyldi síst í té
saman að draga auð og fé;
körgum hundi helst er spé
að hafa það neitt að dýrmætt sé.
51.
Sérplæginn ef seggur finnst
sjálfum sér þó veitir minnst,
upp hans góss af öðrum vinnst
og enginn hinna fyr það bindst.
52.
Hvör sér sjálfum einskis ann
öðrum síður veita kann,
af eignum sínum aumur mann,
aldrei glaður verður hann.
53.
Einskis góðs að vinna sér
allra stærstur löstur er;
mesta plágu manni ber,
maklegt þeim er þanninn fer.
54.
Þótt hann væri í verki dyggur,
veit það ei né að því hyggur,
um síðir verður sinnisstyggur
af soddan efni og löngum hryggur.
55.
Illur maður er eflaust sá
sem ekki kallast mega sjá
ef einhvör gott vill öðrum tjá,
og augum náðar víkur frá.
56.
Fjárplógur þeim frekt er kær,
fullnægju sér aldrei fær,
ágirnd vond hann alltíð slær
svo öngvan veginn þrífast nær.
57.
Nískur maður næsta getur
nauðugur séð það annar etur,
furðu dýran mat sinn metur,
mun honum sárt að veita betur.
58.
Son minn góður, gjör þú þér
gott af því sem eign þín er,
einninn Drottni unn þú hér
offurs þess sem honum ber.
59.
Drjúgum minnstu að dauði þinn
dvelur ei lengi forgang sinn,
ykkar er þér, arfi minn,
alkunnugur sáttmálinn.
60.
Þínum vin þú vík í hag
velgjörð fyr þinn endadag,
eins sem þitt er auðnulag
til aumra manna jafnan drag.
61.
Minnstu glöggt á gleðinnar tíð,
að gleymir ei þeim auma lýð,
þar fyr heilnæm huggun blíð
hefnast mun þér fyrr og síð.
62.
Stórs erfiðis eftir mann
annar leggur njóta kann,
harla súran sveita þann
sínum niðjum leifir hann.
63.
Miðla fús og muntu fá,
minnstu sál hvað helga má,
undir eins þú fellur frá
fégjöfum er endir á.
64.
Alleins hrörnar holdið kalt
sem hafnarklæði slitnar allt.
Forn sáttmálinn segir snjallt,
sannlega þú deyja skalt.
65.
Laufum grænum líkjast má
sem lystug þykja á trénu að sjá,
falla þó og fjúka frá
þar frjóvgast önnur eftir á.
66.
Öllum mönnum eins fer það
sem inn ganga í synda bað,
fúnir hníga helju að
og hinir koma í þeirra stað.
67.
Forgengilegt allt sem eitt
til enda verður um síðir leitt;
meðferð slíks er mönnum veitt
en maður fær ei hjá dauða sneitt.
68.
Herrann gefi oss hjartans frið
og heimför vorri að búast við.
Alllítt vandað Vestrar líð
verður að eiga stunda bið.