Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um jólatímann má þetta syngja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um jólatímann má þetta syngja

Fyrsta ljóðlína:Óhó, mín sál upp vakna nú
bls.330
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Óhó, mín sál, upp vakna nú,
allfast úr máta sefur þú,
sjá nú þinn sældartíma.
Lífs fagur kemur ljóminn þinn
látandi frammi geislann sinn,
lít það að liðin er gríma.
2.
Gleð þig og allri gleym þú sorg,
gleð þig farsæl í heimsins borg,
gleð þig í góðan máta.
Glaðvær upp rís þú rekkju úr,
rann í burt harma stundin súr,
að því mátt alblíð gæta.
3.
Upp lyftu hjartans augum þín,
ástkærust heyrðu ræðu mín,
Kristí um fæðing klára.
Dýrstur er kominn dagur sá
er Daníel setti fram í spá,
fyr margt hundrað ára.
4.
Prýð þig því nú með blómið best
og búst nú um sem máttu mest,
skrýð þig með skírnar klæði.
Hér kemur til þín himnesk frú,
heilagleg blessan nefnist sú,
fagnandi fá þau gæði.
5.
Flýt þér því kemur farsæld sjá
er féllu Adam og Eva frá
Satans umvafin slæði.
Skírust sem sólin skína mátt,
skyggndum með blessan dag sem nátt,
fagnandi fá þau gæði.
6.
Hjartans strengleika hef þú list,
heiðra nú Guð[s] son, Jesúm Krist,
ljóslega og leynt bæði.
Himnanna beygist hólfið mitt,
hingað þér færa lífsbrauð sitt,
fagnandi fá þau gæði.
7.
Himnarnir niður hneigja sig,
heyr þú það sál mín elskulig,
skjótt út breið skírnarklæði.
Réttlætinu því rigna ský,
rósfögur allan heims um bý,
fagnandi fá þau gæði.
8.
Allt það sem amar manni á mót,
meinleiki, sótt og hryggðar nót,
skynja að skjótt það græði.
Synd, dauða, djöful sigra kann
því sami er bæði Guð og mann,
fagnandi fá þau gæði.
9.
Sál mín, óhó, óhó, mín sál,
aldrei heyrðir þú soddan mál,
í lofti, á landi eður græði.
Öll þjóðin vakni upp með þér,
ásamt syngi og spili hér,
þiggjandi þessi gæði.
10.
Syngið nú lofsins sálma hátt,
sofið hvörki dag né nátt,
hugur og hjartað dansi.
Samþreyti tungan sálu við
að samjöfn verði í þessum sið
í soddan sældar kransi.
11.
Snöggt, óhó, sál mín, snú þér viður,
snart reyn hvað er í hey hér niður
upp lagt í asna stalli.
Armana báða útbreið þín,
eins og Símeon fyrri sýn,
hér er Guð himna af palli.
12.
Sæll, sæll, alsæll, ó, Kristí kær,
kom Guðs son sæll og vert mér nær,
klénan vill koss þér færa.
Óhó, lof sé þér eðla Guð
enduð er nú mín kvöl og nauð,
því Krists kann mig návist næra.
13.
Kom þú nú sæll í kerru hér,
kom þú nú sæll því hvílu þér
bjó eg í byggðum mínum.
Allt er búið sem eg kann best,
öngvan láttu á því frest
að gista hjá þræli þínum.
14.
Iðranin skær afbrota mín
í legusæng skal vera þín,
undirvoð aflát synda,
ásvæfiskoddi auðmýkt traust,
yfirlínlakið trúan hraust,
ást þín skal ylinn kynda.
15.
Stillt allvel hjartans strengja spil,
stynja skal, Jesú, þér í vil,
svo að þig svæfa kunni.
Hósanna, segi hljóðin skær,
herranum þeim mér hvílir nær,
minnið samhljóðar munni.
16.
Heyr nú, ljúfasti herra minn,
í hjartans herbergið gakktu inn,
hvíl þar með heiður og sóma.
Sof þú, hvíl þú þig, sálan mín,
sæt eru nú, Jesú, faðmlög þín,
þitt lof skal rödd mín róma.
17.
Lofa eg þig, Jesú, lífsins blóm,
lofa eg þig, Jesú, með hjarta og róm,
lofa eg þig, Jesú, lífs herra.
Lofa eg Jesú líkn og náð,
lofa eg Jesú viskuráð,
lof Jesú læt eg ei þverra.
18.
Af því að eru aðtengdir
ásamt jörð og himnarnir
fyr hans fæðing fríða
Guð og maður er orðinn eitt,
orðið Guðs er manns holdið skreytt,
lof sé þér, barnkind blíða.
19.
Hann sem að ræður á himna stól
hegðar bæði tungli og sól
og stjörnum árla og síða.
Hauðri og sjó til heiðurs sér,
hvílir hann nú í brjósti mér,
lof sér þér, barnkind blíða.
20.
Öll samt kristnin með ástargjörð,
herleg og guðhrædd hér á jörð,
ei ratar eymd né kvíða.
Hóglátust forðast heimsins glys,
hvör annars stillir skaða og slys,
lof sé þér, barnkind blíða.
21.
Enginn hana óvina fær
ofsótt né kvalið fyrr né nær,
né þjáð með þrælkan stríða.
Öll svik og lygi enda tók,
ástsemd til þín sönn trúan jók,
lof sér þér, barnkind blíða.
22.
Ótti og hræðsla öll hefur þrot,
eru því komnir í sterkast slot
er þig ákalla tíða.
Eldlegur múr ert öllum þeim,
ástsami Jesús, hér í heim,
lof sé þér, barnkind blíða.
23.
Óhó, gleðjunst vér allir nú,
elskanlega með hug og trú,
byggjandi í heimsins höllum.
Þakki með auðmýkt þjóðin klár,
þetta er fegursta sældarár,
því Kristur er allt í öllum.
24.
Hvörra sem sárust sorgin tvist,
sinnið fær harma pílum nist,
byggjandi í heimsins höllum.
Gefa mun hann þeim gleðinnar vín,
Guðs anda fyrir miskunn sín,
því Kristur er allt í öllum.
25.
Lítillátlega hann hefur hátt,
hofmóðugum kollveltir brátt,
byggjandi í heimsins höllum.
Örfjáðum veitir ærið fé,
í öngvu svo þeim brestur sé,
því Kristur er allt í öllum.
26.
Þeir sem sinn heiður þrykktu mest
því að þeir gjörðu allra verst,
byggjandi í heimsins höllum.
Æru mun hann þeim aftur fá,
algylltum sóma krýnir þá,
því Kristur er allt í öllum.
27.
Lygin ef nökkurn lækka kann,
leiðist svo burt frá sæmdum hann,
byggjandi í heimsins höllum.
Sannleikinn þessum sigurinn fær,
svo sem tungl er þá heiðurinn skær,
því Kristur er allt í öllum.
28.
Hvörja sem kvelur krankdóms pín
eður kaun og sár á líkama sín,
byggjandi í heimsins höllum.
Með oleo þá síns anda smyr
og orði veitir heilsu og fyr,
því Kristur er allt í öllum.
29.
Yfirgangsmönnum öllum hast
á burt víkur og þrykkir fast,
byggendum heims í höllum.
Fangaða leysir úr fjötrum ótt,
frelsar herleidda af þrældóm skjótt,
því Kristur er allt í öllum.
30.
Allar syndir og afbrot manns,
ef þær þekkir og flýr til sanns,
byggjandi í heimsins höllum.
Með blóði rauðu blessaður þær
burtu af öllum sálum þvær,
því Kristur er allt í öllum.
31.
Helvítis brýtur hlið og makt,
harðan dauðann fær undir lagt
og ofstærð heims í höllum.
Sinn föður alla sættir við,
sálunum veitir líf og frið,
því Kristur er allt í öllum.
32.
Óhó, hvör er svo aumur þræll
að ekki þykist nú orðinn sæll,
byggjandi í heimsins höllum.
Líf, heilsa, gleði, friður fæst,
frelsan, velferð og auðnan glæst,
því Kristur er allt í öllum.
33.
Lífið og sálin leiki nú,
ljúflát, glaðvær í réttri trú
alls staðar heims í höllum.
Syngi af hjarta um sigurinn þann
samróma bæði kvinna og mann,
að Kristur er allt í öllum.
34.
Aldrei nú láti af því neinn
elskandi þig, lausnarinn hreinn,
að lofa þig heims í höllum.
Limir allir og liðamót
láti nú fram þakklætis hót,
því Kristur er allt í öllum.
35.
Blóð, æðar, sinar, brjóst og bein
bili nú ekki í þeirri grein,
alls staðar heims í höllum,
að segja með rómi, síð og ár,
sé þér lof, heiður, þrenning klár,
því Kristur er allt í öllum.
36.
Enn segi eg, fagni þjóðin þýð,
þetta er sú rétta sældar tíð,
blessuð í heimsins höllum.
Fæðingartími frelsarans
er færir oss upp til himnaranns
og er þar svo allt í öllum.
37.
Öll samt þá neyð sem eymd og böl,
erfiði, víl og hugarkvöl
endast í himnahöllum.
Hvörs sem nú vonum hreppum þar,
svo hjartað skortar ekki par,
því Kristur er allt í öllum.
38.
Eilíf er þar farsæld og frygð,
fullkomin æra, sæmd og dyggð,
hjá Guði í himna höllum.
Þar er dagur sem þúsund ár
og þúsund ár sem dagur klár,
því Kristur er allt í öllum.
39.
Fyrir eins dags vist þar inni að fá
allri veraldar sælu má
gleyma í heimsins höllum.
Hvör annan elskar eins og sig,
er þá unanin fullkomlig,
því Kristur er allt í öllum.
40.
Sólunnar bjartleik sigra kann,
sérhvör útvalinn kristinn mann,
blessaður í himna höllum.
Förfuð eru hans föt með blóð,
það frelsarans út af æðum stóð,
því Kristur er allt í öllum.
41.
Í soddan skrúða sjá þeir þá,
sannhelga þrenning sér í hjá,
blessaða í himna höllum.
Seðjast af þessum sætleik þeir,
sannlega girnast einskis meir,
því Kristur er allt í öllum.
42.
Með einu hljóði allir menn,
englum samlíkir munu senn,
segja í himna höllum:
Heilagur herra Guð,
hefur þú endað vora nauð,
því Kristur er allt í öllum.
43.
Með orðum fám það inna vil,
aldrei hefur það eyrna til
komið í heimsins höllum,
ei heldur fékk það auga séð
hvað oss mun þá af Drottni téð,
þá Kristur er allt í öllum.
44.
Já, aldrei í hjartans hyggju láð
hefur svo miklum vísdóm sáð
verið í heimsins höllum,
að gripið fengi hvað gæðin blíð
gefur oss Drottinn á síðustu tíð,
þar Kristur er allt í öllum.
45.
Kærlegar öllum kirkjan fín,
komandi því brúðguma þín
fagna nú heims í höllum.
Kært lék fyr honum kát og blíð,
sem konung Davíð á sinni tíð,
er Kristur því allt í öllum.
46.
Hliðin og upplát hjarta þín
hugkvæmust elsku sálin mín,
óleum útbreið kvisti.
Hvört trúar og annað blóm,
ásamt hans þénurum seg með róm,
lof sé þér, kóngur Kristí.
47.
Já, þér sem ofan af himnum há
hingað komst niður jörðu á
í nafni Drottins dýra.
Sértu blessaður síð og ár,
syngi þitt lofið kristnin klár,
þakkargjörð þar með hýra.
48.
Lofi þig bæði loft og sjór,
lofi þig allur engla kór,
lofi þig, himinninn hæsti.
Lofi þig stjörnu ljósin fríð,
lofi þig tungl og sólin blíð,
já, lofi þig, Guð[s] son glæsti.
49.
Lofi þig bæði lögur og fold,
lofi þig gjörvallt jarðneskt hold,
lofi þig steinn og stræti.
Lofi þig fjöll og lautir nú,
lofi þig allt hvað skapaðir þú,
Já, lofi þig son Guðs sæti.
50.
Heiðri Guð föður hvör og einn,
heiðri hans son í trúnni hreinn,
heiðri og heilagan anda.
Heiðri æ þrenning heilaga dátt,
heiðri hana daginn sem nátt,
heiður þann helst skal vanda.
51.
Eilíft lofið af innstri grund
andar minnar á hvörri stund
æ skal eg Guði gjalda.
Dýrð sé þér, þrenning dáða blíð,
dýrð sé þér alla heimsins tíð,
dýrð sé þér um aldir alda.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 330–334)