Ein játning og bæn til Guðs í sorg og sjúkdómi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ein játning og bæn til Guðs í sorg og sjúkdómi

Fyrsta ljóðlína:Jesú, lífs herrann hæsti
bls.324
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Með lag: Einn herra eg best ætti

1.
Jesú, lífs herrann hæsti,
til hjálpar kom þú mér,
meingjörða eg maðurinn stærsti
minn brest játa eg fyr þér.
Synd hylja eg síst kann mína,
hún særir mig dag og nátt,
af því vill angur og pína
allan minn sjúga út mátt.

2.
Eg bið þig, Jesús kæri,
jafnan sjá þú til mín,
svo á meðan önd eg hræri
umvendi mér til þín.
Misgjörð eg marga framdi
um mína ævitíð,
lífið til lasta tamdi,
mig lemur því ótti og stríð.

3.
Minn hef eg kross með kvíða
og krönkum borið móð,
þann gaf mér Guð að líða
gagn vort veit náð hans góð.
Þó skal mig ekki þreyta
þessi mín sorg og pín,
orð Guðs eg æ vill leita
sem er stærst huggun mín.

4.
Hvaðan að hug má kæta
hryggðar tíð gjörist löng.
Allfáir að mér gæta
í minni neyðarþröng.
Þá auðnan að óskum gengur
enginn sig þekkja kann,
sár verður sorgar fengur
síðar fyrir verknað þann.

5.
Heimugleg hryggðar snæra,
hjartað sárbitrast sker.
Fyrir öngvum þori eg það kæra
en þú, Guð, sem allt sér,
mig kannt æ mjúkast hugga,
mína þér kynni eg neyð,
mein viltu mér ei brugga
í mínu lífi né deyð.

6.
Gef mér, Jesús minn góði,
glaða í þér von og trú,
þvo mig í þínu blóði,
þig bið eg af hjarta nú.
Vild lát mig þjóna þinni,
þig óttandist sem ber,
andar tjón ei svo finni
en öðlist vist hjá þér.

7.
Fyrir dauða þíns dapra pínu,
Drottinn, bænheyr þú mig,
önd minni í orði þínu
unan er treystilig.
Héðan þá hlýt eg fara
heimsins af eymdardal,
sál mína best bívara
og ber hana í himna sal.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 324–325)