Ein önnur bænarvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ein önnur bænarvísa

Fyrsta ljóðlína:Guð himnanna græðari minn
bls.312
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Guð himnanna, græðari minn,
gef mér þar til sinni,
svo hugsa mætta eg hróðurinn þinn
og hafa hann þrátt í minni.
Heilögum anda helltu inn,
svo hjartað mitt það finni.
Þó minn sé ekki þar til kraftr
þá er eg þó þar til skaptr
að lofa þig svo ei linni.
2.
Fyrir hingaðkomu og hérvist þín
hvör heiðra Kristum ætti,
þann hæsta Guð sem á himnum skín
og hölda alla sætti.
Hann færði sig í fórn fyrir oss
og festa lét sig upp á kross,
svo góðfúslega vor gætti.
Hann frelsaði oss af fári og pín
og fyr oss alla bætti.
3.
Fyrir sköpun og fæðing, skírn og trú
og skynsemi þar með góða,
sem voldugur Drottinn veitti oss nú,
og visku einninn fróða,
þó hafi eg það alllítt haldið nú
sem heilög orð þín bjóða.
Drag þú mig nú, Drottinn minn,
fyr dýrðarlegasta máttinn þinn
á hæstan himna slóða.
4.
Líknsami Drottinn, lát mig fá
lausn af þinni hendi,
eg fel mig þinn nú friðinn á
föðurs míns hjú og kvendi.
Systkinum mínum þú sæmdir ljá
svo öll frá angri vendi,
þar með vini og vandamenn,
veit þeim öllum náðir senn
svo á himnum hjá þér lendi.
5.
Gef þú, Drottinn, góður friður
gjörist í þessu landi,
þrætur allar þrykkist niður
og þegna leysist vandi.
En orðið þitt oss aukist viður
og ætíð hjá oss standi,
svo eymdin verði einskis manns
en árið gott til sjós og lands
og illskan öngvum grandi.
6.
Lána þú mér líf og auð,
ljúfur af mildi þinni,
og forða mér allri fjandans nauð,
það fast eg leggi í minni.
Þó gjört hafi eg lítt það Guð mér bauð
þá gef eg náðir finni.
Eg fel mig undir forsján þín
firrtu mig svo allri pín
þegar mitt lífið linnir.
7.
Við dauða bráðum og drepsótt með,
Drottinn, bið eg oss forði,
fleiri hefur slíkt firða skeð,
þeir fóru sumir af borði,
trautt var þeim svo tímans léð
að tala mættu orðið.
Líf og sál með lukku og ráð
legg eg allt á Jesú náð,
oss frels af fjandans morði.
8.
Helgir hlutu heiðran mest
í himna kóngsins ríki,
Drottinn gef það dýr um flest
að dæmum þeirra eg líkist.
Helga trú mér í hjart fest
og hvörgi af henni víki.
svo leiði eg mína lífdaga fram,
að leggist mér til engin skamm
og Satan mig ei svíki.
9.
Mínum Guði mér er skylt,
maklega lofgjörð inna,
þó ekki geti eg allt það fyllt
fyr eymdum lasta minna.
Margt hið vonda eg hefi hyllt,
mjög aum er sú sinna.
Gat frú Máría Guð og mann
og gjörði síðan að fæða þann
sem líkn nam lýðum vinna.
10.
Dárleg er mín dirfskan sú,
að dikta slíkt eður inna,
um Guðs mikla mildi nú
og maklega lofgjörð finna.
Blessaðan Drottinn bið eg af trú
um bæting orða minna
og mýkja stirðan mælskubrest,
svo í minni verði orðin fest,
og ljóðin skulu svo linna.


Athugagreinar

Fyrirsögnin „Enn önnur bænarvísa“ stafar af því að kvæðið stendur næst á eftir kvæðinu „Friðarbón“ í Vísnabók.