Tuttugasta og fimmta sunnudag eftir trínitatis - Guðspjallasálmar Einars í Eydölum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tuttugasta og fimmta sunnudag eftir trínitatis - Guðspjallasálmar Einars í Eydölum

Fyrsta ljóðlína:Græðarinn, Jesús, gekk þá út
bls.79–81
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. xxiiij (15-28)
Með lag: Þá linnir hér mín líkamans vist
1.
Græðarinn, Jesús, gekk þá út
af Guðs musterinu fríða;
hans lærisveinar, sviptir sút,
sýndu þess fögru smíðar.
Herrann svarar og sagði svá:
Sú tíð kemur hér ekki má
steinn yfir steini bíða.
2.
Veik þá síðar á Viðsmjörsfjall
vor herra, Jesús kæri.
Þeir höfðu þá upp sitt orðaspjall,
að spurðu nær það væri,
hvört mark skyldu hafa þar á
þá heimurinn vill sinn enda fá
eða teikn hvör til bæri?
3.
Sjáið til bræður, sagði hann,
svo yður enginn villi,
allmargir koma, á minn sann,
undir svikræðis hylli,
munu nafni sig nefna Krist,
nóga kunnandi flærðarlist,
trúið ei tæling illri.
4.
Hernað og stríð þá heyri þér
hræðist ei nökkru sinni
því ógnan sú fyrst undan fer
áður en þrautum linni;
ríki og þjóð mun rísa hvört
rétt í móti öðru þvert;
eymdin mun ei þess minni.
5.
Hungur og drepsótt hér og hvar
í héröðum mun þá verða,
jarðskjálftar líka einninn þar
þá að vill neyðin herða;
upphaf harmkvæla er það þó,
öngva hafi þér heldur ró;
skaða þeir yður og skerða.
6.
Í neyð og dauða þér seljist svá
fyr sjálfs míns nafnið dýra;
þar með af öllum þjóðum fá
þvingan og hatrið meira.
Innbyrðis hneykslan mest er megn,
mun þá hvör öðrum stríða í gegn
með flærð og falsið verra.
7.
Falskir spámenn að fjölga þá
og fleiri afvega leiða;
ranglætið af því magnast má,
mun það elskuna deyða.
En hvör sem styrkur standa kann
og stöðugur allt til enda, hann
velferð sálar skal veiða.
8.
Þetta guðsríkis góða orð
mun glöggt um heimsbyggð alla
predikað verða víst á jörð
til vitnisburðar að kalla
alls kyns þjóðir svo akti það,
endinn verður þá strax í stað
því heimur hlýtur að falla.
9.
Nær þér sjáið þá svívirðing,
sem Daníel um ræðir,
eyðslunnar svo allt um kring,
eru það lítil gæði,
standandi í helgum stað,
hvör það les sá hyggi þar að;
ógn sú alla þá hræðir.
10.
Hvörjir þá er á Júða jörð
jafnsnart flýi til fjalla;
af rjáfri ei neinn fær göngu gjört
grand í húsi að spjalla
og sá sem út á akri er
aftur snýr ei né þangað fer
kyrtil sinn fá eður kalla.
11.
Vei þunguðum á þeirri tíð
þar með og brjóstmylkingum;
að höndum kemur þá hærri neyð
en heyrð var fyrr á stórþingum;
því biðjið að yður flóttaferð
fljótráð sé ei á vetri gjörð
og á þvottdegi öngvum.
12.
Frá heims byggingu hörmung slík
heyrðist ei firr né nærri
og þaðan í frá nein þessu lík
þá mun verða né stærri,
og nema sú styttist ævi öld
ekkert mun verða hólpið hold,
fyr fróma dagar ske færri.
13.
Ef segja þeir yður: Sjá, þar er
sjálfur Kristur, sá herra,
trúa skuluð ei þessu þér
því þar býr undir verra
því falskristar og falsspámenn
finnast þá víða margir senn;
þá mun ei villan þverra.
14.
Fyrir þau teikn og flærðar band
er falskir spámenn seiða;
ef verða mætti í villu grand
valda menn einninn leiða;
sjái þér nú, eg sagði það
sjálfur fyrr í þessum stað,
yður vilja þeir veiða.
15.
Segi þeir yður að hann sé
á eyðimörku nærri,
gangið ei út því það er spé,
þeirra flærð er þó stærri.
Segi þeir hann í húsum þá
hafið þar öngvan trúnað á,
farið þeim heldur fjarri.
16.
Svo sem elding af austri senn
allt til vesturs mun koma
mannsins sonur mun einneginn
eftir það hingað koma;
hvar hræið er í einum stað
ernirnir flykkjast þangað að;
Kristur kennir vel fróma.
17.
Af öllum teiknum er það nú ljóst,
Jesú, vor hirðir frómi,
lærdómur þinn vor lýsir brjóst,
líður að efsta dómi.
Í eymdum þessum þá að mér gá,
ætíð lát mig þig kalla á;
þú ert mitt ljós og ljómi.
Vísan
1.
Aumur er ysti tími,
illar fjölga mjög villur;
stríð vex þá með þjóðum,
þjónar Guðs koma í raunir;
hungur, landplágur langar,
líða menn sorgarkvíða;
kólnar ást, Kristur mælir,
klækir marga heim sækja.
2.
Allt hvað Jesús mælti
um lag síðustu daga,
fram komið flest í heimi
finnur sá því vill sinna;
vegna þess vil eg nú fagna,
og vona þín kær Guðs sonur;
á hvörri stund þú munt þerra
þinna best tár af kinnum.