Á allra heilagra messu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 72

Á allra heilagra messu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Upp á fjallið Jesús vendi
bls.77
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Matt. v (1–12)
Með lag: Tunga mín af hjarta hljóði
1.
Upp; á fjallið Jesús vendi
og einninn lærisveinar hans,
settist niður og síðan kenndi,
sá þar nærri fjölda manns;
máli sætu af munni renndi,
mælti þessi orð til sanns:
2.
Sælir eru víst og verða
volaðir menn, að Jesús tér,
andlega sem aldrei skerða
æru og tryggð í heimi hér,
við líknarkrossinn hug sinn herða,
himnaríkið þeirra er.
3.
Sælir eru þeir hér syrgja og gráta,
sannlega skulu þeir huggun fá,
og svo þeir í þriðja máta
er þýða hógværð stunda á;
jörðina vil eg þá erfa láta
og öllum heillum þar með ná.
4.
Sælir eru þeir sem þorsta líða,
þar með sult, fyrir réttlætið;
sannlega skulu þeir saðning bíða,
sæta huggun fá þar með,
og miskunnsamir að missi kvíða
því miskunn skal þeim verða téð.
5.
Sælir eru með hjarta hreinu
því himna Guðs þeir auglit sjá;
friðsamir svo allt að einu,
allir Guðs börn kalla þá
og þeir fyrir órétt mæta meinum
munu arf í Guðs ríki fá.
6.
Sælir eru þér sem ofsókn alla
af illum mönnum líðið hér;
með álygar þeir yfir að falla
og aktast flest til styggðar mér;
fagnið launum himna hallar,
hröktust svo spámennirnir.
7.
Ávöxt trúar, iðran sanna,
Jesús gefi og hógværð mér,
gagnhreint þel til Guðs og manna
að gæti eg friðarins leitað hér
og Guðs barna umbun kanna,
erfa líf með sjálfum þér.