Tuttugasta og þriðja sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 73

Tuttugasta og þriðja sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Farisei samtóku enn
bls.76
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. xxij (15–22)
Með lag: Gef þinni Kristni góðan frið
1.
Farísei samtóku enn
son Guðs í orðum veiða;
út sendu sína æðstu menn
andsvara hann að beiða;
svo Heródes sveinar hlýða.
2.
Herra, segja þeir, vitum víst
vandar þú sannleik ræða,
að fordild manna fer þú síst,
fær þig því enginn hræða;
á Guðs veg lýð vilt leiða.
3.
Fyrir því biðjum, segðu satt:
Sómir oss nú að gjalda
keisaranum með skyldu skatt
eða skulum þeim inni halda;
hann sér þá hyggju kalda.
4.
Hvar fyrir viljið, hræsnis menn,
herrann talar af valdi,
freista mín nú svo margir senn
og mig auðginntan haldið?
Sýnið mér myntargjaldið.
5.
Þeir sýna honum nú sagða mynt;
síðan spyr þá enn fleira:
Hvörs er það mark og mótað prent,
má eg slíkt gjörla heyra?
Þeir kváðu keisarans vera.
6.
Guði skuluð þá gjalda þér
hvað Guðs er, af hjarta mildu,
og keisara allt það ásett er
eftir boðinni skyldu;
hvað þeir ei heyra vildu.
7.
Skömmuðust sín sem skaplegt var
og skeyttu ei heilla ráði
og honum gáfu ekkert svar,
orðnir flestum að háði;
oss bið eg Jesús náði.
8.
Gef þú, Jesús, eg gjaldi rétt
Guði þá trú mér bæri,
og yfirvaldi hvað er til sett,
einkum svo hlýðinn væri
og lifandi sannleik læri.
Vísan
1.
Jesú jafnlyndi prísa,
Júðar þeygi prúðir
að sannleik hann unni
og óttalaust menn votti,
bert vilja hann birti
ef ber þeim skattgildum vera.
Guði bauð hann þeir greiði
og gjaldi rétt yfirvaldi.
2.
Þó orð þín einskis virði
aumir Júðar í heimi,
Jesú minn, eg vil kjósa
að eilífu við þau blífa.
Gjalda lát mig Guðs skyldu,
greina kunna trú hreina
og aldrei yfirvaldi,
þó umvandi, mót standi.