Tuttugasta og annan sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 71

Tuttugasta og annan sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Himnaríkið hér er svo líkt
bls.75–77
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccDccD
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. xviij (23–35)
Með lag: Í dag eitt blessað barnið
1.
Himnaríkið hér er svo líkt
herra og kóngi einum
er halda vildi reikning ríkt,
rétt með sönnum greinum.
Til hans kom þann tíma sá
er tíu þúshund punda á
í gamla skuld að greiða
sá aumi þræll því ekki má
undanlausn né borgun fá;
varð sér vægðar beiða.
2.
Herrann bauð sem heyrum vér
hann til skulda kvelja,
konu og börn og allt hvað er
út fyrir borgan selja.
Sá klökkur þræll þá kraup á hné,
kónginn biður um þolgæði,
hann lést með lyndi hreinu.
Herrann sá honum aumur á,
öldungis gaf kvittan þá
alla skuld í einu.
3.
Sá gekk út og samþjón fann
sem honum átti að gjalda
hundrað peninga, handtók þann,
fyr háls nam fast að halda:
Gjaltu, segir hann, allt hvað er
inni fé mitt nú hjá þér;
hinn bað hnéfallandi:
Líkna þú af miskunn mér,
mun eg það greiða rétt sem ber
svo ekki eftir standi.
4.
Illgjarn vill það ekki hinn
sem öngva náð kann sýna;
lét í fjötra færa inn,
til fjárgreiðslu svo pína.
Samþjónar það syrgja þá,
sínum herra skýra frá
um aðburði þá alla.
Kóngurinn, sem það fregnað fær,
fyrir það reiði til sín slær,
á þenna þræl lét kalla.
5.
Þú svikuli þjón, að sagði hann,
því sýnda eg þér náðir
svo skyldir þú við skuldamann
skipta af líknarráði;
bauð í fjötur að færa hann
fyrir illræðisgjörning þann
í dýflissu breiða,
hvaðan að ei kemst út fyrir sann
inn til þess hann sjálfur kann
allt sitt gjald að greiða.
6.
Alleins líka, Jesús tér,
við yður mun Guð þá breyta,
er fyrirgefning ekki hér
af öllu hjarta veita
bræðrum samt þó brjóti þeir,
því bið vér hugsum allir meir
um það eftirdæmi.
Myrkvastofan er meiðslaþröng,
mun sú vistin köld og löng,
þeim í kvöl þá kæmi.
7.
Mína skuld og syndasekt
syrgi eg, Jesú góði,
en handskrift þá mig hræðir frekt,
huldir þú með blóði.
Gefðu að þeim mér gjöra á mót
geti eg unnt af hjartans rót
fyrirgefning að finna;
á misgerð fengi eg minni bót
og mætti stillast bræðin fljót
njóti eg náða þinna.
Vísan
1.
Frekur herra fátækum
fjártjón gaf kvitt þjóni;
þræll sá þrúgar illa
og þvingar sinn jafningja;
fyr það naut ei náðar,
neyddur þar til allt greiddi;
eins skal, Jesús mælir,
yður ske nema menn friðið.
2.
Hæst gjald herrans skuldar,
hundrað þúsundir punda;
syndir líkastar sandi
sannlega allra manna;
öll brot manna á milli
er merking smápeninga;
friðar oss Guð vor góði
því gefum frið þeim oss biðja.