Tuttugasta og fyrsta sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 70

Tuttugasta og fyrsta sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Undirkonungur einn var sá
bls.75
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Tuttugasta og fyrsta sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Jóh. iiij (46–54)
Með lag: Heiðrum vér Guð af huga og sál
1.
Undirkonungur einn var sá
hvörs ungur son að sjúkur lá.
Til Kapernaum hann fregnað fær
frelsarinn, Jesús, sé þar nær;
í Galílea af Júða jörð
jafnsnart bjó til hans sína ferð;
lýtur honum með ljúfleg orð.
2.
Meistari, kvað hann, minn son er
mestu dauður, þú kom með mér,
legg þína hönd að lífi hans,
lifna mun hann þá víst til sanns.
Nema teikn sjáið, trúið ei,
talar Jesús sem segði nei,
faðirinn bað þó flýta því.
3.
Áður en son minn andast nú
ofan til hans þá ferðast þú.
Far þú, kvað Jesús, son þinn sér
sannlega lífs og þetta sker.
Faðirinn trúði og fór af stað,
fann þá sannprófast orðið það
réttrar trúar svo raun komst að.
4.
Menn sína fann á miðri leið
mæta honum um þetta skeið.
Sonur þinn lifir, sögðu þeir,
síðan spurði svo fræðist meir:
Á hvörjum tíma sú heilsubót
honum kom nú svo góð og fljót;
en þeir svöruðu aftur á mót:
5.
Um sjöttu stund svo glöggt í gær
gjörðist hann heill og allvel fær,
kaldan hvarf sú honum í frá;
hér af vissi faðirinn þá
þróttur Drottins að þetta vann;
það var rétt um tíma þann:
Sonur þinn lifir, sagði hann.
6.
Þess tignarmanns svo trú var góð
til Guðs snýr hann sinni þjóð.
Annað er þetta jarðteikn það
sem Jesús vann í þessum stað
Gyðingalandi genginn frá,
í Galílea kenndi þá,
svo nafn hans trúðu nökkrir á.
7.
Lífið vort allt á jörðu hér
er andlátstími sem hvör mann sér;
bið eg að vora barnatrú,
blessaður Jesús, styrkir þú.
Almáttur þinna orða hér
ávöxt gefi þann besta mér,
hjálpa mörgum að þjóna þér.
Vísan
1.
Kónglegur hershöfðingi
hitti Krist með hug tvistum;
bað þeim bryst við dauða
að bæti syninum mæta.
Farðu, Jesús orðar,
efalaust sonur þinn lifir.
Trúði hann og bar æðra
ávöxt fyrir Guðs gáfu.
2.
Trúin vor vex alleina
við Guðs orð þá biðjum
og finnum þar fæðu henni
sem fóstur fyr móður brjósti.
Af næring ár frá ári
ungir menn þroska kenna.
Andar styrk einn veg fyndum
ef að þar oss til gefum.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 75)