Tuttugasta sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 69

Tuttugasta sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Eftirlíking, að Jesús tér
bls.73
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Tuttugasta sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Matt. xxij (1–14)
Með sama lag
1.
Eftirlíking, að Jesús tér
í annan tíma sem greinir hér,
að himnaríki sé harla líkt
herra kóngi, með veldið ríkt
syni sínum sá brúðkaup best
býr og reiðir með gæðin flest.
2.
Sinn þjón því næst að sendi hann
segja boðsmönnum tíma þann
en þeir sögðu því allir nei
og vildu boð hans þekkjast ei.
Síðan út sendi aðra þá
æðstu þjóna sem kunni að fá.
3.
Segið boðsmönnum, sagði hann,
sæfða eg mest í kostnað þann:
uxa mína og alið fé,
yður skal þetta víst í té,
máltíð búin og brullaup frí,
bið eg þér komið allir því.
4.
Þeir forsmáðu svo þetta boð,
á þá reikandi heimsins slóð,
einn búsýslu en annar hinn
ástundar meira kaupskap sinn;
hinir aðrir hans hröktu menn
hædda og meidda deyða senn.
5.
Herrann reiðist þá harla mjög,
her sinn útbýr á þennan veg:
Morðingja lætur meiða þá,
myrða og deyða hvörn sem má;
eyðir þeim víst með eymd og sorg,
uppbrennandi svo þeirra borg.
6.
Herrann mælti, sem heyra má,
með hryggri lund við sveina þá:
Búið að sönnu brúðkaup er
en boðsmenn þess ei verðugir;
gangið því út á gatnamót,
gjörið á slíku nökkra bót.
7.
Hingað leiðið því hvörn sem má,
hvar þér finnið menn strætum á.
Sveinar þjóna af sannri trú,
samfenginn lýð þeir kalla nú;
borðstofan varð af fólki fylld,
fékk svo kóngurinn sína vild.
8.
Kóngurinn gekk þar glaðvær inn
gesti að sjá með örleik sinn;
boðsmann leit þar einn borðum hjá,
brullaupsklæðið ei hafði sá:
Vinur, kvað hann, því komstu hér
klæði brullaups ei tókst með þér?
9.
Þagði þá hinn er herrann kvað:
Herðið fjötur hans fótum að,
hendur bindið og hneppið gest
í heljar myrkur þar óp er mest
því kallaður margur alloft er,
útvaldir fáir hittast hér.
10.
Eilíf sæla við engla borð
oss er í té fyr Drottins orð,
ástarfélag þitt, Jesú kær,
eins og brúðgumans festarmær;
lát oss kallaða keppast við
að komast í útvaldra lið.
Amen.
Vísan
1.
Syni mildingur sínum
setti brúðkaup með réttum;
boðsmönnum lét bjóða,
bráðlega þeir forsmáðu,
aðrir dáraða deyða
dandimenn þá eð hann sendi;
reiður hefnir sín síðar
en sækja lætur fátæka.
2.
Félag það faðirinn sæli
fremst og lyst fyrir skemmstu;
virðing æðri engin
en eiga Guðs son og mega
sameign soddan fagna
sem með brúðguma prúðum
er bauð og keypti bæði
til brúðar sér þá honum trúðu.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 73–74)