Nítjánda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 68

Nítjánda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jesús sté þá á eitthvört skip
bls.73
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Nítjánda sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Matt. ix (1–8)
Með lag: Faðir vor sem á himnum ert
1.
Jesús sté þá á eitthvört skip,
yfirum dró í fljótum svip,
að lækna mein og svipta sorg
í sína komandi varnar borg,
sjá, honum færðu sjúkan mann,
sagt er að fjórir bæru þann.
2.
Sem hann leit þeirra tryggva traust,
talar við manninn styggðarlaust:
Trúðu, sonur, hann sagði þá,
syndunum ertu skildur frá.
Júðar mæltu af heiftar hug:
Hann guðlastar nógu mjög.
3.
Herrann sér þeirra hjartans þel:
Hugsið, segir hann, ekki vel:
Hvört er hægra að segja svá:
syndalausn skaltu gjarnan fá
ellegar segja: upprís þú,
alheill og gakk sem vildir þú?
4.
Svo þér minnist að mannsins son
maktar þvílíkrar átti von
syndir á jörðu sætta frí
sjúka manni hann býður því:
Tak þína sæng og far nú fús,
fimur og léttfær, í þitt hús.
5.
Hann gekk þaðan svo heill í stað;
hinir sem líta undrast það,
prísandi Guð af góðri lund,
gjörði það ljóst á þeirri stund
og mönnum hafði þær heillir lagt
í heimi að fremja slíka makt.
6.
Limafallssótt og líkþrá mín,
hin leiða synd, mér eykur pín.
Á öngvum læknir eg á því von
utan þér, Jesú Máríu son.
Taktu burt þessi miklu mein;
mig gleðja hér þín orðin hrein.
Vísan
1.
Borinn var fram af fjórum,
föng hafði ei á göngu
sá limafallssótt að límir,
lítur herrann trú þeirra;
sagði svo án styggðar:
Sonur, trú þú og vona;
sjá nú, syndir þínar
og svefn eru fyrirgefnar.
2.
Júðar innbyrðis ræða:
Of fast hann guðlastar.
Kristur veit búa í brjósti,
biður ill hugsun stillist;
sagði enn sjúka manni:
Sæng þína tak svo gangir;
hægra er svo að segja
en syndir forlátist týndum.
3.
Limafall, líkþrá illa,
ljós er mynd gömlu syndar,
of mæðir Adams niðja,
eftir leiðist Guðs reiði.
Góði Jesú, þú græðir
gjörvöll mein, allt að einu
nú og þá njóta látir
náðar að bót og ráðast.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 73)