Seytjánda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 66

Seytjánda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Á þvottdegi gekk Jesús inn
bls.70
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb *
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. xiiij (1–11)
Með lag: Mitt hjarta hvar til hryggist þú
1.
Á þvottdegi gekk Jesús inn
til yfirgyðings í þetta sinn
að neyta brauðs við borð;
en þeir höfðu á honum vörð,
umsitjandi verk hans og orð.
2.
Sjáðu, vatnssjúkur var þar mann,
vildi Jesús þó lækna hann,
að spyr Júða enn:
Hvört leyfist oss að lækna menn
á löghelgri tíð, þögðu þeir senn.
3.
Á þeim sjúka Jesús tók,
algjörða þar með lækning jók,
fara lét heilan heim;
aftur á ný þá ansar þeim,
yfirprestum, með kenningum tveim.
4.
Dragi þér ekki, að Drottinn kvað,
úr dýi eða pytt ef fellur í það
asna um þvottdag þá?
þar fyrir græða manninn má,
móti enginn talaði þá.
5.
Gestunum kenndi hann góðan sið,
gat að líta þar borðið við,
þeir völdu sæti sér;
hvör sem boðinn í brullaup er
breyti svo sem ræðir hann hér:
6.
Settu þig aldrei sjálfur hátt,
svo kann ske, húsherrann brátt
frá sínum góða gest
þér þoka í sæti allra yst,
af því sker þig vanvirðan mest.
7.
Tak því að þér hinn ysta sess,
Jesús vísar svo hér til þess
að tali sá þér bauð þá:
Sittu hærra herrunum hjá,
í hófinu muntu virðingar fá.
8.
Því hvör sem hóf upp sjálfur sig,
sá mun niðrast harla mjög
en þann sig auðmýkir mest,
hann skal Drottinn hefja hæst
í hefð og æru sjálfum sér næst.
9.
Kenndu mér, Jesús, kærleiksverk,
komi til mín þín náðin sterk;
láttu mig læra af þér
auðmýkt þá er af öllum ber
og upphefð ná sem lofaðir hér.
Vísan
1.
Gengur inn hjá Gyðingi
græðarinn að fá fæðu
á þvottdag, þeir með prettum
þenktu hans æru krenkja.
Hann frétti ef fénaður dytti
í flag, hvört upp má draga
en manninn virða minna;
magnaðir tálsmenn þagna.
2.
Við borðsmenn talar með blíðu,
bað þá gæta siðlætis:
Set þig yst í sæti –
ef sæmd hefur hann þér dæmda
er inn bauð upp mun leiða
eða nær tign þig hærra
því óboðinn sess þann æðra
í ótíma skal rýma.
3.
Sá hefur sig upp úr hófi,
hann ófrægur lægist,
en sá sig lækkar mun lokkast
og læra að setjast hærra.
Aumur var eg alla tíma,
ófær hátt í æru;
hef þú mig herrann ljúfi
í hæsta sæti þér næsta.