Á Mikaelis messu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 65

Á Mikaelis messu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Lærisveinarnir lögðu
bls.69
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Á Mikaelis messu
Evangelíum Matt. xviij (1–10)
Með lag: Einn herra eg best ætti
1.
Lærisveinarnir lögðu
fyr lausnarann spurning þá:
Hvör mun, herra, þeir sögðu,
í himnaríki sá
að einn sé allra hæsti.
Jesús lét hjá þeim barn.
Sá mun, segir hann, æðsti
sem svo er auðmýktargjarn.
2.
Hvör sem sig lítillætir
líka sem barn þú sér
í hæsta himna sæti
hann frá eg æðstur er.
Sá mitt nafn minnast vildi
og meðtók börnin smá,
hann skal í hæsta gildi
hafa mig æ sér hjá.
3.
En hvör sem hneykslan veitir
hinum sem minna má
ellegar brögðum beitir
börn sem mig trúðu á,
honum hentugra væri
á hálsi kvarnargrjót,
bundinn með snörpu snæri
og snarað í sjóinn út.
4.
Vei sé veraldar sóma
fyr vömm og hneykslið margt;
þar hljóta hneyksl að koma
heims fyrir vonda art;
að vísu vei þeim manni
sem veldur skömm og synd;
hann er í hættu banni
því hugarins sjón er blind.
5.
Ef hönd eður fótur hneykir
svo hindran veita þér
heldur en hneykslan aukir
hvörutveggja burtu sker
því betra er víst að vera
vanaður lífs á slóð
en heilan búk að bera
og brenna í vítis glóð.
6.
Hneyksli þig og þitt auga,
útslít og slá þér frá;
betra er einsýnn eiga
inngang í lífið svá
heldur en heilskyggn vera
og hrapa í eilíft bál –
en aumum gott skal gjöra,
ginningar ei né tál.
7.
Englar útvaldra manna
auglit föðursins sjá,
þann sjónar spegilinn sanna
er sóma aldrei brá
því föðursins ásján fríða
fárlega hryggist við
þá aumir ofsókn líða
en elskar sannan frið.
8.
Láttu mig líkjast börnum,
lifandi Jesús minn,
og þeim góðvildargjörnum
sem geyma kærleik þinn
svo hati eg hneykslan alla
í heimi og verði þá
búinn nær burt vilt kalla
þitt blíða auglit sjá.
Vísan
1.
Hvör ljúfur er langa ævi
líka sem barn fær ríki;
heimur fyr hneykslan auma
hlýtur smán, vefst í lýtum
og það af skal sníða
allt hvað þig má skaða;
hryggðu ei, herrann sagði,
hreintrúaða neina.
2.
Hvör er nú æðri æra
engla lið Guðs vér fengjum,
þar eð garð um oss girða
grandalaust fyrir þeim fjanda
kringum oss gjörir að ganga
grár með flokkum ára;
láttu oss lifa svo Drottinn
að líki englahirð slíkri.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 69–70)