Þrettánda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 61

Þrettánda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Lausnarinn snýr sér ljúfur þá
bls.65
Bragarháttur:Þrettán línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBBccDDeeffO
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. x (23–37)
Með lag: Ó, Guð, minn herra, aumka mig
1.
Lausnarinn snýr sér ljúfur þá
til lærisveina og mælti svá:
Augu þau sæl eg segi
sem sjá það þér nú megið;
óskuðu kóngar og spámenn
áður að sjá og heyra senn
það sem að þér nú sjáið,
þar með og heyra fáið;
fengu þó ekki fögnuð þann.
Fram gengur þá einn lögvís mann
freistandi Krists og fréttir svá:
Frómi herra, hvað verkast þá
svo eilíft líf eg erfi?
2.
Hvörninn les þú það, herrann tér,
hvað í lögmáli skrifað er?
Elska skaltu svo unnir
af innsta hjartans grunni
Drottin Guð þinn af allri önd
öflgan og klárri þinni lund
náungann einninn elska
eins og þig rétt án fölska.
Greinir þú rétt, að Guðs son tér,
gjör það svo veitist lífið þér.
Hinn vill réttlæta sjálfan sig,
son Guðs spurði á þennan veg:
Hvör er náunginn næsti?
3.
Jesús svarar og sagði þá:
Sá var einn mann að ferðast frá
Jerúsalemborg æðri
til Jeríkó þar niðri.
Ræningja selskap hitti hann,
hvörjir eð klæðum flettu þann,
banvænum sárum særðu,
svo nær til heljar færðu;
hálfdauðan skildu hann þar við,
honum og ekkert veittu lið.
Kennimann sá þar lagði leið
og Levítinn um þetta skeið;
fljótlega fram hjá gengu.
4.
Svo bar þá til í sögðum stað
samverskur maður gekk þar að,
kominn af leið svo langri,
linar þess sára angri;
batt um hans sár og bar í vín,
besta viðsmjör af gæsku sín,
leggja á eyk sinn lærði,
í ljúft herbergi færði;
hafði gát á þeim hrumda svo
húsbónda fékk peninga tvo;
bað hann þeim sjúka leggja lið,
launin kvaðst síðar bæta við
ef hann útlegði meira.
5.
Hvör þeirra þriggja þótti þér
þess náungi, að Jesús tér,
sem hitti ræningja rétta
þeir réðu hann klæðum fletta?
Lögvitringurinn sagði svá,
sannan úrskurð þar lagði á:
Sá mann þann mjúkt að nærði
miskunnarverkið gjörði.
Gakk þú héðan, að Guðs son kvað,
og gjör það sama í hvörjum stað.
Höldum því fast í hjartans rót
heilnæm elskan er syndabót
og brennifórnum betri.
6.
Fengið hef eg nú fögnuð þann,
fremstur í heimi verða kann,
heyra Guðs orðið hreina,
hugbót og lækning meina.
Er eg þó víst sá aumi mann
andskotinn færði í versta bann,
banvænum sárum særði,
svikull í dauða færði.
Jesús, þú veittir miskunn mér,
Móyses lögmál framhjá fer;
öll græddir vel mín andar sár,
ætíð syngist þér lofgjörð klár
fyr hjarta gæsku hreina.
Amen.
Vísan
1.
Náungi er vor engi
annar en sem hér sannast,
sá miskunnar geð gæsku
gjörði verk á þeim særða.
Stundum því allt til enda
eftir ráði Guðs náðar
að halda og hafa í gildi
hæsta boð og það næsta.
2.
Jesú, þú ert að vísu,
auðvirðilegur til dauða
orðinn fyr oss á jörðu
sem ebreskum samverskir;
af langri leið himna hingað
hæð kominn oss að græða.
Vín og óleum væna
vor sár Guðs orð klárar.