Ellefta sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 59

Ellefta sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Tveir menn gengu á tíma þeim
bls.63
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Ellefta sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Lúk. xviij (9–14)
Með lag: Þá linnir þessi líkamans vist
1.
Tveir menn gengu á tíma þeim,
talar Jesús við lýði,
í Guðs musterið helga heim,
hefja þar bæn með prýði.
Hræsnari einn að annar var
en hinn sinn fjárplóg stundar þar,
syndugur hreinn um síðir.
2.
Hræsnarinn stóð og hrósar sér.
Herra Guð (svo réð mæla)
fyrir það mest eg þakka þér
það hef eg umfram þræla
og er ei svo sem aðrir menn
óréttferðugir margir senn
hórkarlar sem þeir hæla.
3.
Fasta eg víst með vatn og brauð
í vikunni tvisvar sinnum;
tíund gef eg af öllum auð,
er það nú lengst í minnum.
Ei er eg sjálfur, sagði hann,
svo sem sá aumi fjárplógsmann
forsmáður sem vér finnum.
4.
Utarlega stóð hræddur hinn,
hlaðinn af syndabyrði;
óverðugleika aumkar sinn,
upplíta varla þyrði
til himna og svo játar ljóst
afbrot og barði sér á brjóst
svo augljóst öllum verði.
5.
Guð, veittu líkn og miskunn mér,
mjög aumum glæpamanni,
falla vilda eg til fóta þér,
frels mig af synda banni.
Þessi fór heim til húsa þá
hálfu betri en annar sá
sem frá var sagt með sanni.
6.
Því hvör sá mann sér hreykir hátt
hann skal lækkaður verða,
en ef hjartað er lítillátt
lukku mun aldrei skerða;
hafinn skal sá í hæsta sess,
hugsa má sérhvör gott til þess;
fær umbun góðra gjörða.
7.
Bænar andann, minn blíði Guð,
bið eg að þú mér sendir;
sá huggarinn í hvörri nauð,
heilnæmust ráð mér kenndi.
Með klökkvu hjarta eg kem til þín,
kannast hvörn dag við syndir mín,
frá hræsni hug minn vendir.
Amen.
Vísan
1.
Hræsnarans hagur þó versni
hann gjörir bæn og annar
bersyndugur með meira
í musteri líknartrausti,
sérgæðingurinn öngva
æru fær því hann sig stærir
en fyrir iðran sanna
öðlast hinn náð að finna.
2.
Brot mín eg nú játa,
Jesús minn, fyr tign þinni;
aumur upp til himna
augum ei renna voga.
Vertu mér hýr af hjarta,
hrjáðum, og leita náðar;
sakaður því eg sæki
sárum mín lækning þína.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 63–64)