Tíunda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 58

Tíunda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jerúsalem kom Jesú nær
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Tíunda sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Lúk. xix (41–48)
Með tón: Heimili vort og húsin með
1.
Jerúsalem kom Jesú nær;
jafnsnart sem leit til borgar,
grét yfir henni herra kær,
hjartað mjög kenndi sorgar:
Ef sjálf skynjaðir, sagði hann,
sjá mundir rétt þinn tíma þann
hvör friðarbót er til bjargar.
2.
Hulið er það, kvað herra þá,
helst fyrir augum þínum,
þar mun koma að fjandmenn fá
fylkja herliði sínu,
umkringja þig og þín börn svá
og þrengja að þér sem mest að má;
þú eyðist öll í einu.
3.
Svo algjörlega þeir eyða þér
og allt að jörðu brjóta
að steinn mun enginn standa hér
sá stoðar til neinna bóta.
Þú vildir ei, svo var þitt sinn,
vitjunartíma þekkja þinn;
drambsemi því mun þrjóta.
4.
Í Guðs musterið gekk þá inn,
græðarinn, og burt keyrði
sölumenn þá, þar settust inn,
svo komst hann þá að orði:
Bænar herbergi húsið mitt
heita skyldi, svo var það sett;
yðar saur óhreint gjörði.
5.
Hvörn dag kenndi í kirkju þar,
Kristur, og læknar líka.
Yfirgyðinga ætlan var
alla stund hann að svíkja;
fengu þó ekki færið það,
fólkið dáðist hans kenning að
og vildi ei frá honum víkja.
6.
Tárin þín, Jesú, inna mér
ástríki þitt til manna:
Gef þú eg orð þín elski hér,
öðlist svo blessan sanna,
vitjunartíma mætti minn
merkja sem best í þetta sinn;
ónáð Guðs aldrei kanna.
Vísan
1.
Herrann kom nú svo nærri
að nálgaðist Jerúsalem.
Að hann sá prýði hennar,
harmi fylltur, svo mælti:
Þá stund þú ei kenndir
þér var ráðin til náða;
því fella þig fjandmenn illir
furðulega að jörðu.
2.
Nú kom náðartími,
náðugur Guð oss tjáði
sína ást, sonarins hreina
sæta ást ef þess gætum;
smakkið því og þekkjum
þenna ilm og tíð kennum.
Börn mín bið það girnist,
blessan veitist þeim þessi.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 62–63)