Níunda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 57

Níunda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Auðugur maður einn var sá
bls.61–62
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBoCoC
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. xvi (1–9)
Með lag: Blessaður að eilífu sé.
1.
Auðugur maður einn var sá,
Jesús Guðs son réð mæla,
er húsráðsmann sér heima á,
honum bauð vald um þræla.
Rægður varð hann við herra þann,
sem hefði hans glutrað auði;
kalla lét þá því þennan á;
þanninn segir með reiði:
2.
Hvörninn heyri eg þetta af þér,
þú skalt mér reikning vanda;
ekki lengur fyrst illa fer
áttu mitt góss forstanda.
Þá sagði hinn í hjarta inn:
Hvað skal eg nú til gjöra
því herra minn plóg heimtir sinn;
hlýt eg útsettur vera.
3.
Vandist eg ei á vinnulag,
veit það eg orka öngvu,
skammast mín hins um hvörn einn dag
húsgangs af ráði löngu.
Finn eg eitt ráð, eg fæ þess gáð:
Fara skal eg og kalla
þá skuldamenn míns herra enn
og undir tala við alla.
4.
Nær sem ráðsmennsku rekst eg frá
rati eg hjá þeim greiða,
skuldamenn kallar alla á
einmæli, vill þá leiða:
spyr fyrsta þá hvar hans er há
herra skuld ein og önnur;
á reikning þinn svo sagði hinn,
sölu smjörs hundrað tunnur.
5.
Sestu þá niður sagði hann
snart og skrifa fimmtigi;
eins og þegar sem annan fann
að spyr hvað gjalda eigi:
Hundrað trog með hveitis plóg,
honum bauð reikning skerða:
Tug átta nú innskrifa þú,
eg skal ei á þér herða.
6.
Herrann lofaði húsráðsmann
hans fyrir forsjá langa
en órétt leyfði ekki hann
eða prettvísi ranga;
því heimsins börn á hugvit gjörn
hafa æ kænsku meiri
en niðjar ljóss við lífsins hnoss;
lið þeirra tæla fleiri.
7.
Gjörið yður, kvað Guðs son þá,
góða vini af auði
því sá ranglætis Mammon má
með því daglega brauði
fátæka menn svo fæða enn
að fái þeir vottar prúðir
leitt yður inn með örleik sinn
í eilífar tjaldbúðir.
8.
Ráðsmennskan sú eg hafði hér,
herra Jesú, mig stangar
hana munir þú heimta af mér,
hræðunst eg gjörðir rangar:
Mitt skulda bréf fyr utan ef
yfirdreift þínu blóði.
Kvittan mig gef, eg glutrað hef
góssi mestu úr sjóði.
Vísan
1.
Ráðsmaður eyðir auði,
afsettur fyrir þetta,
að hann sér afli greiða,
alla skuldamenn kallar;
skerðir reikning og skarðar;
skyldu þeir honum svo mildir?
Gjörum af Mammons maurum
marga vini, oss bjargi.
2.
Ráðamenn erum og eyðum
allir góssi má kalla.
Herra vors hefnd mun stærri
heimting á reikningi.
Klögun af réttum rógi
ranglætis yfir oss hangir.
Dregin er dreyrrauð lína
í Drottins pín yfir s[k]uld mína.