Sjöunda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 55

Sjöunda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þar enn var fólkið fleira
bls.60
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Mark. viij (1–9)
Með lag: Jesús Guðs son eingetinn
1.
Þar enn var fólkið fleira
frelsara vorum hjá,
matarlaust, má hér heyra
hvað mælti herrann þá
við lærisveina sína:
Sárt tekur hyggju mína
hungur að það mun þjá.
2.
Sjá þú, kvað Drottinn dýri,
dagana þrjá það beið
hjá mér svo mín orð heyri,
matarlaust nú um skeið;
láti eg frá mér fara
fastandi þennan skara
mæðist á langri leið.
3.
Sveinar segja og ræða
svo sem þeim skynsemd bauð:
Í óbyggð ei er fæða,
ekkert má því brauð.
Hér spurði herrann kæri
hvörsu mörg brauð þar væri.
Sjö ein, að Símon kvað.
4.
Fólkið bað fá þá sessa
frelsarinn niður á jörð,
brauðin réð síðan blessa,
braut þau með þakkargjörð;
fiska fáeina höfðu,
fyrir því ekki töfðu,
blessaða, leggja á borð.
5.
Karlmenn þar fengu fæði,
fjórar þúsundir nær,
af brauði og fiski bæði,
blessaður Jesús kær,
svo sem að sérhvör vildi;
síðan bauð geyma skyldi,
lausnarinn, leifar þær.
6.
Karfir sjö frá eg að fengu
fullar af molunum smá
sem af þeim efnum gengu
er þeir neytt höfðu þá.
Jesús lét þessa lýði,
sem lífgað hafði með prýði,
í friði sér skiljast frá.
7.
Orðið þitt, Jesús mildi,
elskan og líknarhönd,
mér aumum veita vildir
vistir á hvörri stund.
Gef þú eg Guðs orð mætti,
sem gjörvallt ráð mitt bætti,
heiðra af hjartans grund.
Vísan
1.
Sjö brauð fá til fæðu
en fjórar þúsundir vóru;
rosknir menn og fá fiska,
fengu nóg svo að afgengu
leifar því Jesús ljúfi
lýtalaust allt bauð nýta.
Miskunn hans og megn blessan
mest er saðning gesta.
2.
Hvörn dag Guðs góðgirni
góðra manna bú þanninn
stoðar sem gestum greiða
gjöra og mildir eru,
með hagsemd allt hvað eiga
þó útbýti sér nýta;
eg veit ei má þrjóta
arfa þessa Guðs blessan.