Fjórða sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 51

Fjórða sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Verið, kvað Jesús, mínir menn
bls.56
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Fjórða sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Lúk. vi (36–40)
Með tón: Faðir vor sem á himnum ert
1.
Verið, kvað Jesús, mínir menn,
miskunnsamir svo allir senn,
líka sem hann með friðsemd fer,
faðir vor, Guð, og mildur er;
dæmið, fordæmið öngvan einn
svo yður ekki fordæmi neinn.
2.
Fyrirgefið svo fáið á mót
fyrirgefning á yðar brot;
gefið og yður gefast skal
góðan mælir og fullan vel;
greiða þeir yður einninn vigt
ef að þeim líka mælið slíkt.
3.
Því að sá mælir, sagði hann,
sem þér hafið við sérhvörn mann,
aftur í mót skal yður af þeim
alleins líka svo mælast heim;
vandið því jafnan mæling mest,
eg meina yður það gegna best.
4.
Með eftirlíking það sannar svo
ef sjái þér leiðast blinda tvo
er það ei svo fyr utan töf
í eina falla þeir báðir gröf;
mun og ekki af mönnum neinn
meistara æðri lærisveinn.
5.
Þá lærisveinninn einhvör er
yfirmeistara jafnvís hér,
þá er hann algjör þegar í stað,
því spyr eg hvörninn sker þig það,
þú sér þó ögn í auga hins,
ekki gætir þú bjálka þíns?
6.
Hvörninn máttu það mæla þá,
minn bróðir, lát mig til þín ná
ögn að taka úr auga þér
ef að þú ekki sjálfur sér
í auga þínu þann bjálka beint
sem bera kanntu þó ekki leynt.
7.
Ó, þú hræsnari, heyr nú það,
hitt er þér ráð í allan stað:
Drag fyrst út ögn af auga þér,
eftir það sjá til hvar þú fer;
af bróðurs auga bjálkann drag,
betra hans ráð og fær í lag.
8.
Gef þú í hjartað miskunn mér,
mildur Guð, að eg líkist þér;
heftu mig æ af heimskum dóm,
hjálpa að mín sé lundin fróm
við mína bræður svo semji hér
að síðar náð þína fyndum vér.
Vísan
1.
Ef aumur hvör annan dæmir,
alleins má það kalla
og báðir tveir blindir leiðist,
brátt í eina gröf detta.
Lærisveinn meistara meiri
mun sjaldan neinn haldinn;
því hata þín hvörskyns lýti
hvað þú sér ljótt um aðra.
2.
Sá dómur er hér í heimi,
hvör mann straffar annan
um það sem sjálfur prýðir
á sér þó drýgi enn verra.
Gef þú mér, Guð minn ljúfi,
eg gæti séð mitt ranglæti,
síðan um við aðra
með anda hógværum vandi.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 56–57)