Á Jóns messu baptiste | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 50

Á Jóns messu baptiste

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þá kom sú tíða að ólétt ein
bls.54
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Lúk. j (57–79)
Með tón: Guð miskunni nú öllum oss
1.
Þá kom sú tíð að ólétt ein
Elísabet skal fæða;
fæddi hún son, þann fræga svein
sem fleira er um að ræða.
Vinir og frændur fregna það,
fyllast þeir allir kæti;
þeir koma einninn þangað að,
þakka með lítillæti
miskunn Guðs og þau mæti.
2.
Þann átta dag, sem altítt var,
umskurn því barni veita.
Sakarías, þeir sögðu þar,
sveinninn að skyldi heita.
Elísabet þeim ansar rétt:
Jóhannes nafn hans væri.
Þeir segja mót, í þeirri ætt
þetta nafn enginn bæri;
þó trú eg svo fram færi.
3.
Föður hans benda fleiri en einn
frétta að hvað þar til sagði,
ef heita skyldi svo hoskur sveinn;
hnefaspjald tók að bragði,
þegjandi skrifað[i] þessi sveinn
þá skal Jóhannes heita;
harla mjög undrast hvör sem einn,
honum réð Guð þá veita
mál og lofgjörðar leita.
4.
Yfir nágranna ótta sló,
aðburð þann fluttu víða.
Um Júðalands alla fjallbyggð fló
frásögn því margir hlýða.
Rótfesti hvör sem heyrði það,
hamingjan dæmd að launum;
allur lýður á einn veg kvað:
eiga mun heill í vonum
því hönd Guðs var með honum.
5.
Sakarías af sætri náð
sannheilags guðdóms anda
síðan þá strax fékk sagt og spáð
svo sem þar ljóst mun standa:
Ísraels Guð, þú herra hýr,
helgist þín tign og mildi;
vitjaðir vor, þú Drottinn dýr,
dásemdin hæst í gildi;
frelsan oss veita vildi.
6.
Uppreisti oss eitt hjálpar horn
í húsi Davíðs sem trúði
fyrir munn spámanns sem mælti hvörn
munu þeir sofa í friði;
óvinum hét oss frelsa frá
fjandmanna heiftarhendi,
feðrum vorum réð trúskap tjá,
tállaust þeim líkn að sendi;
sáttmálans orð vel endi.
7.
Minntist þann eið sem Abraham sór
að hann oss frelsan gæfi;
þó fjandmanna heiftarhönd sé stór
hjálpa um alla ævi;
honum þjóna í helgum sið
hreinlega lífs til enda
réttlæti víst með fullan frið
fá þar í höfn að lenda
sem að hann vildi senda.
8.
Og þú sveinn ungi, sagði hann,
sjálfur munt einninn heita
hæsta Guðs spádóms spektarmann
spurningar kunni að þreyta;
fyr herrans augsýn renna rétt,
reiða hans veg með prýði;
sáluhjálpar skal orðið eitt
og yfirbót kenna lýði
svo að frá syndum flýði.
9.
Fyrir hjartgróna gæsku Guðs,
sem gefin er oss af hæðum,
upprunninn þar að óska góðs
og öllum býta gæðum,
að lýsa þeim sem sitja sá
í svörtum myrkra skugga,
dauðans nauðum að frelsa frá,
fætur greiða og hugga
á friðarins veg án ugga.
10.
Hinn sæli Jóhannes, sá var fyrst
sendur af Drottins ráði
predika náð og, prýddur list,
prúður hræsni forsmáði.
Fótsporum lát mig fylgja hans,
frelsari minn, og kenna
heilaga þrenning svo til sanns
síðan þar hug til renna;
líf prýði lærdóm þenna.
Vísan
1.
Elísabet sú sæla,
svinn og guðhrædd kvinna,
á nafn Jóhannem nefnir,
af náð guðs um það spáði.
Sakarías lét líka
letra að hann svo héti;
við umskurn Jóns þess gjörðist
að aftur fékk mál með krafti.
2.
Áður en Jesús fæðist
undan rann af stundu
Jón sá hjartahreini
er hans leið skyldi greiða.
Náðarboð nafnið þýðist,
ný verk bera þess merki
að nú kom náðartími
og nálægur herrann frægi.