Fyrsta sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 47

Fyrsta sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Við Faríseara sagði svá
bls.51
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Fyrsta sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Lúk. xvj (19–31)
Með lag: Skaparinn stjarna, herra hreinn
1.
Við Faríseara sagði svá
sonur Guðs enn sem guðspjöll tjá:
Auðugur maður einn var sá
allt sællífi að girntist á.
2.
Purpara bar og perlið best,
prýddi hann sig með skartið flest,
höndlaði aldrei góðan gest
en girntist krása borðið mest.
3.
Þurfamaður þar lengi lá,
Lasarus var nefndur sá,
með graftrar sár hans gættum hjá,
girnist mola að seðjast á.
4.
Af borði hins ríka var ei veitt
þeim volaða manni fæði neitt,
hundarnir gjörðu gagnið eitt,
hans graftar sár þeir höfðu sleikt.
5.
Hinn volaði deyði víst með frið,
var þar þá nærri engla lið,
öndu hans tóku allvel við
í Abrahams faðm að helgra sið.
6.
Einneginn líka andast sá
auðugi mann og greftrast þá;
úr kvölum helvítis senn nam sjá
sálu Lasarí Abraham hjá.
7.
Æpir hátt sem efst hann kann,
Abraham faðir, sagði hann:
Lasarum þann, hinn ljúfa mann,
láttu minn kæla hjarta rann.
8.
Hingað sentu nú hann til mín,
hefi eg að líða sára pín,
þurrkur tungunnar dáðlaus dvín
ef dropa vatns ber á fingri sín.
9.
Abraham sagði: Son minn, þú,
sjá hvað ólík er vistin sú,
hans fyrir neyð kom huggun trú,
þú hafðir gott en pínist nú.
10 Ofan á það er ófærð stór
og ógnar djúp á milli vor
svo héðan enginn ofan að fór
eða þaðan á himna kór.
11.
Sentu þá, faðir, sjálfan hann,
sagði honum, í föður míns rann,
til bræðra fimm með fullan sann
svo forðist þetta vítis bann.
12.
Abraham mælti: Móyses er
og margir spámenn fremri en vér,
þínum bræðrum þetta ber
þeirra að hlýða skriftum hér.
13.
Nei, minn faðir, heldur hitt,
hinn kvað, gleddi hjartað mitt
ef framliðinn mann þann færði kvitt
frá eg þeir betri ráðið sitt.
14.
Abraham segir: Ef allir senn
þeir akta lítið spádómsmenn;
þó dauðir komi með teiknin tvenn
þá trúa þeir ei að heldur enn.
15.
Kenn þú mér, Jesús, hófsemd hér,
með hvörri gef sem kristnum ber,
elsku og trúna auk þú mér
og unn svo lífs hjá sjálfum þér.
Vísan
1.
Sá auðugi nóg mjög níðist
á náð Guðs því að hann bæði
ást og trú illa missti
en auði þjónar til dauða.
Lasarus hug sinn hressir
við heitin Guðs af því veitist
honum, helst fyrir trúna,
himnavist gefin af Kristi.
2.
Eign fjár aldrei megnar,
ástnæm, mann fordæma;
fátækt fær ei sektir
friðar af Adams niðjum;
ríkur fyrir fátækan
fjárplóg skyldi lóga;
öreiginn vel trúr vera,
veitir náð Drottinn báðum.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 51–52)