Þriðja dag hvítasunnu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 45

Þriðja dag hvítasunnu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sannlega, sannlega segir
bls.49
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt: AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Jóh. x (1–10)
Með lag: Konung Davíð sem kenndi.
1.
Sannlega, sannlega segir
sonur Guðs þetta sinn:
Hvar sem einn gengur eigi
alvanar dyrnar inn
í sauðahús hvört sinn,
heldur á hinn veg smýgur,
hann er sá bæði lýgur,
illvirki og svo hvinn.
2.
En sá er hvör hirðir sauða
sem inn um dyrnar fer,
fénu svo forðar dauða,
fær þann til hjálpar sér
fyr innan dyrnar er,
hurðar vaktarann hýra,
hann kann sauðunum stýra
því röddin auðþekkt er.
3.
Nafnkennir sauði sína
svo með einkennum tveim,
velur braut færa fína,
fer sjálfur undan þeim,
þeir fylgja honum svo heim;
fram og aftur þá færir,
flokkurinn allur lærir
að kenna hans hljóða hreim.
4.
Annarleg hljóð þó heyri
hjörðin, sú geymir hann,
munurinn er sá meiri,
má hún ei kenna þann,
þó hljóði hátt sem kann,
heldur frá þeim flýja,
fætur mun sá lýja
áður en alla fann.
5.
Soddan máls grein að sagði
sonur Guðs Júðum hjá.
Þeir skildu ei skjótt að bragði,
skýrt hvað mælti hann þá.
Jesús jók því á:
Eg er braut sjálfur sauða,
sá mun forðast dauða
þær húsdyr hitta má.
6.
Þeir sem fyrir mér fóru
með flekkaða lærdómsgrein
hvinn og spillvirkjar vóru,
veittu því sauðum mein,
hlýddi ei hjörðin þeim;
eg em húsdyr þær hreinu,
hjörðina firri meinum,
rödd mín er auðþekkt ein.
7.
Hvör um mig inn vill ganga
eilífa heill fær sá
og þann oft mun langa
út og inn braut að gá,
fóðri skal nógu ná.
Þjófsins er eðlið illa
öllu stela og spilla,
eg læt þá lífgan fá.
8.
Réttar dyr léstu leiða,
lifandi Jesú, mig
og fyrir mér göngu greiða,
gefðu eg elski þig,
svo hjörðin seðji sig,
þjófum lát öllum eyða
og þeim er sálir deyða,
ótrú er illmannlig.
Vísan
1.
Hvör aðra leið inn læðist
en um dyr þær eð lömb renna,
hljóður í húsið sauða,
hann er þjófur og bófi
en hinn er hirðir sanni
er hittir á inngang réttan;
dyravörður hjá hurðu
hann greiðlega inn leiðir.
2.
Ungur náði eg inngangi
og á hitti dyr réttar,
að látast hirðir heita,
í hús þetta fjár Drottins;
dyravörður göng gjörði,
grandalaus Drottins andi,
af hans náð hef eg Guðs sauði
í haga leitt mína daga.