Annan dag hvítasunnu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 44

Annan dag hvítasunnu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Við Nikodemum sagði svá
bls.48
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Annan dag hvítasunnu
Evangelíum Jóh. iij (16–21)
Með lag: Guðs son kallar: komið til mín
1.
Við Nikodemum sagði svá
sjálfur Jesús og vildi þá
honum til hjálpar snúa:
Svo elskaði Guð auman heim
að einka son sinn gaf hann þeim
öllum sem á hann trúa.
2.
Þeir skyldu ei hljóta heljarvist
heldur líf fyrir Jesúm Krist
eilíft um aldir alda.
Ei sendi Guð son sinn út
syndugum heimi auka sút,
glötunar vegi að valda.
3.
Sá sem á Guðs son setti traust
sáluhólpinn er efalaust,
fara má aldrei illa.
Hvör sem hann trúir ekki á
alla reiðu er dæmdur sá,
veldur því sjálfs hans villa.
4.
Því að sá hvör var heiðnum jafn
helgasta Guðs sonar nafn
vildi víst ei trúa.
Sú er þó glötun sýnum verst
það sætt ljós skein í heimi best
en menn í myrkrin snúa.
5.
Því verk vóru þeirra vond í sér
en vanur er sá sem hrekkvís er
að hata það ljósið hreina.
Hann gengur ei inn þar yfir hann skín
svo illgjörð ekki straffist sín
eða komi til glöggra greina.
6.
En sá sem stundar sannleik hreint
soddan gjörðum fær ekki leynt,
vill öll sín verk auglýsa
svo kunnug verði kristnum lýð
sú klára dyggð á hvörri tíð,
gáfu Guðs þar með prísa.
7.
Sæti faðir, þín elskan ein
olli því Jesús bar vor mein
frá fordæmingu snúa.
Þú ert mitt traust og einka von
á hann, þinn kæra elsku son,
hjálpa mér hreint að trúa.
Vísan
1.
Ást þá allra bestu
aumum tjáði Guð heimi;
sinn þann sætast unni
soninn gaf, hvör sem honum
treysti af trúleik mestum
tapast ei svo í kvöl hrapi
heldur af hæstu mildi
hljóti líf það er æ bíði.
2.
Eg lofa þig, Guð minn ljúfi,
þú lést mig elsku besta
sonarins samt og þína,
sennilega, vel kenna.
Lát mig nú þess njóta
í nauðum helst og dauða;
Jesús einn mér vísi
inn til náða þinna.