Sétta sunnudag eftir páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 42

Sétta sunnudag eftir páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Lærisveinum svo Jesú tér
bls.46–47
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBoCoC
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Jóh. xvj [og xvij] (15.26 – 16.4)
Með sama lag.
1.
Lærisveinum svo Jesús tér,
innir það guðspjallsræða,
þá huggarinn sá sendur er,
sannleiksandinn, að fræða:
Eg, sagði hann, vil senda þann
sjálfur af mínum feður
því vitni ber hann best af mér
bæði og hjörtun gleður.
2.
Þér verðið og mínir vitnismenn,
voruð hjá mér svo lengi;
þetta tala eg því nú enn
að þér ei hneykslan fengið;
kemur sú tíð og sturlan stríð,
stærsta bann munuð reyna,
svo hvör yður nær í helju slær
hyggst Guði þar með þéna.
3.
Þeir gjöra yður þó þetta víst
því minn föður ei kenna
og mig sjálfan allra síst,
á slíkt vil eg þó minna.
Segi eg nú af sannri trú
soddan fyrr en það skeður,
ei hef eg snjallt í máli mælt
á meðan eg var hjá yður.
4.
Jesú, lát þú nú anda þinn
allan sannleik mér kenna
huginn að styrkja, herra minn,
í hvörri neyð til mín renna.
Veröldin er öll móti mér
margslungið fals að brugga;
samviskan hrein í hvörri grein
hjartað geymi án ugga.
Vísan
1.
Sá kemur seinna tími,
segir Jesús, þér eigið
von á veraldarlaunum,
vægðarlaust bann útlegðar;
yður ef einhvör deyðir,
ástverk Guði hið skásta,
meinar sig þar með þjóna,
þekkir hann og mig ekki.
2.
Send þú oss sjálfs þíns anda,
sæti Jesús, að gætum
liðið heims sturlan stríða
en staðið samt lyndisglaðir,
í vorri stétt vel svo mættum
víta heims alls kyns lýti
þótt vér þar til ættum
þreyta nauð allt til dauða.