Fjórða sunnudag eftir páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 39

Fjórða sunnudag eftir páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jesús Guðs sonur sagði svo
bls.44
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Fjórða sunnudag eftir páska
Evangelíum Jóh. xvj (5–15)
Með lag: Faðir vor sem á himnum ert
1.
Jesús, Guðs sonur, sagði svo
við sína bræður tíu og tvo:
Nú fer eg þann rétta friðarins stig
til föður míns, þess er sendi mig,
og enginn af yður að því spyr
eða skynjar nú hvört eg fer.
2.
En af því eg nú sagði svá
sorgfullt hjarta munuð þér fá
þó greini eg yður glöggt sem sker,
gagn er það yður eg héðan fer,
því fari eg ei héðan, að herrann kvað,
huggarinn kemur ei í minn stað.
3.
Fari eg héðan svo sendi eg hann
sem yður best að hugga kann;
en nær hann kemur mun heimurinn fá
hentugast straff sem þörf er á
fyr synd réttlæti og svo fyr dóm,
eg segi hans verkin ekki fróm.
4.
Fyrir synd straffast heimurinn hér,
hafa þeir ekki trúna á mér,
fyrir réttlæti og fordild hans
til föður míns vitja eg til sanns,
fyrir sinn dóm og hræsnis hrekk
því heims höfðinginn dóm sinn fékk.
5.
Eg hefi fleira yður að tjá
en ei hafið nú þar skilning á;
nær sem að andi sannleiks sá
sendist yður, sem fræða má,
í allan sannleik skal leiða ljóst,
lýsa upp yðar hin veiku brjóst
6.
því hann talar ei af sjálfum sér
segir heldur hvað heyrði af mér,
hvað eftir kemur og ekki er skeð
undirvísar hann þar með;
sá góði andi gefi þá mennt
að geti þér vel mig sjálfan kennt.
7.
Af minni tekur hann mildi það
og miðlar yður þegar í stað
því allt hvað faðirinn á til sanns
er það líka mitt sem hans;
því sagða eg af mínu sé sú náð
sem hann fær yður í brjóstið sáð.
8.
Láttu nú, Jesús, anda þinn
hið innra straffa blindleik minn
svo hafi eg þá trú að hlýðnin þín
hylji og græði afbrot mín,
og heims mótlætið sé mér sætt
því sjálfur fær þú vanefnin bætt.
Vísan
1.
Burtför sína birtir
bræðrum og svo ræðir,
biður þá Guðs son góði
gagni sínu að fagna,
senda kvaðst sannleiks anda
sem að straffa skal heiminn;
fyr synd réttlæti reyndar,
rómar hann og svo dóminn.
2.
Gef þú oss alla ævi,
Jesús minn, hlýðið sinni
að líða, svo ótrú eyðist,
umvandan Guðs anda,
og hvað vér hljótum líða,
hatur sé ei nema bati
því undir þeim ástarvendi
æra felst miklu hærri.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 44–45)