Þriðja sunnudag eftir páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 38

Þriðja sunnudag eftir páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sonur Guðs, ljúfrar lundar
bls.43
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Þriðja sunnudag eftir páska
Evangelíum Jóh. xvi (16–23)
Með lag: Dagur í austri öllu
1.
Sonur Guðs, ljúfrar lundar,
lærisveinum svo tér:
Innan alls skammrar stundar
enginn yðar mig sér,
en þá í öðru sinni,
eftir þá litla stund,
þér sjáið mig samt og finnið,
eg sæki á föðurs míns fund.
2.
Sín á milli þá sveinar
sögðu og spurðust að
til hvörs hann talar og meinar
um tíma kornið það,
hann fari frá oss og játi
að finni snart aftur þó,
litla stund millum láti,
leynt mál þar undir bjó.
3.
Frelsarinn fornam þetta
þeir fengu ei skynjað rétt
og veit þeir vildu frétta
hvað væri það fram var sett.
Þér fýsist, kvað hann, að fregna
og furðar sú litla stund,
gjörir þeim svo að gegna,
gleðja vill hryggva lund.
4.
Sannlega satt eg segi,
syrgjandi gráti þér
þó heimur ómildur megi
mest af því gleðjast hér;
sú mun þó sorg og tregi
snúast í fögnuð brátt
þó hryggð á heimsins vegi
hafið nú líða mátt.
5.
Þá konan skal fóstrið fæða
frábær neyð lífið sker,
hryggð mun því hjartað mæða,
hennar stund komin er;
nær skaplega allt það skeði,
skepna manns í heim,
gjörist hún styrk af gleði
og gleymir sárleika þeim.
6.
Svo mun líkt sorgin bíta
sárlega yður og þjá
en eg vil aftur líta
yður og hugga þá;
hjarta yðar skal hljóta
heilnæman fögnuð þann
er þá aldrei má þrjóta
og enginn burt svipta kann.
7.
Litla stund sorg vér líðum,
lifandi Jesús, hér,
af því nú öngvu kvíðum,
eigum víst líf hjá þér;
gef þú í mótgangs mæðu
mín sé það huggun traust
sem lífs í ljósri ræðu
lofaðir efalaust.
Vísan
1.
Um dauða sinn Drottinn góði
og dýra upprisu skýrir,
hulið í myrkvu máli
meining lærisveinum,
hvað að ei undirstóðu,
enn hann gjör það kennir
þeim af þessu dæmi
þegar mæður börn fæða.
2.
Í vorri neyð veikjunst herra,
virðum angurstund langa
en vitum ei hvað það heitir
hin sé tíð betri síðar;
kenndu oss krossi undir
kvíðalaust sorg að líða
innan stundar sem endist
þar endalaust gleði til stendur.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 43–44)