Þriðja dag páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 35

Þriðja dag páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þá lærisveinarnir eru nú enn
bls.40–41
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Lúk. xxiiij (36–47)
Með lag: Hvör sem að reisir hæga byggð
1.
Þá lærisveinarnir eru nú enn
um þetta við að ræðast
kemur þar sjálfur Jesús inn
en þeir stórlega hræðast,
blessaður stóð þá beint í mið,
boðandi þeim sinn guðdóms frið.
Þeir meina hann skrímslið skæðast.
2.
Hann spyr þá að: Því hræðist þér,
hugprýði látið dvína,
hvar fyr yður nú skelfing sker?
skoði þér hendur mínar
og einninn fætur að eg em hann,
upprisinn, bæði Guð og mann,
mig sjálfan vil eg hér sýna.
3.
Hvörki má andi hold né bein
hafa, sem eg nú téði,
þeirra trú var nú samt þó sein
svo sem furða með gleði;
berið, kvað hann, fram kost og disk;
þeir kómu til hans með steiktan fisk
og hunangs seim hann þá snæðir.
4.
Hér næst segir hann soddan orð:
Sagða eg yður til bóta,
þá eg var enn með yður í ferð,
allt mundi uppfyllast hljóta
það um mig skrifuðu allir senn
áður forðum Drottins menn;
nú skuluð þessa njóta.
5.
Þá fékk hann opnað þegar í stað
þeirra skilningar sinni
svo undirstóðu glöggt gjörvallt það
sem greinir í ritningunni:
Svo hlaut Kristur að, sagði hann,
sjálfur að líða dauðans bann
og ná upprisu sinni.
6.
Upprísa þann enn þriðja dag,
þar með láta hér boða
iðran svo betrist lífsins lag,
líkn og náð sú mun stoða,
í Jesú nafni, um allan heim,
upphefja það til Jerúsalem,
veit yður votta góða.
7.
Orð þín, lifandi Jesú, hér
innsigluð fyr mér standa,
láttu því aldrei mistraust mér
mega né öðrum granda
þó lymskur Satan leiti þar við,
léna mér hjartans innra frið
halda og helgum anda.
Vísan
1.
Kristur, með kveðju besta,
kemur hér inn til sinna;
þeim sýndist einhvör andi,
í annað sinn mælti þanninn:
Hvað vilji þér hræðast,
hugarvíl síst mun duga;
eg er ei eins og draugur,
uggalaust skulu þér huggast.
2.
Hvað er þeim orðum æðra,
ef inn rætast í sinni;
sonur Guðs svo vill meina,
synd skuli oss ei blinda
ellegar æðra villa
og aldrei Satans galdrar
því hann Jesús mun minnast
minna rauna sem sinna.