Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hestavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hestavísur

Fyrsta ljóðlína:Ef þú selja meinar mér
bls.192-193
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Hestavísur

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur: Lýsing af hesti til að velja eftir.
1.
Ef þú selja meinar mér
makka skeljung góðan,
kosti telja hlýt eg hér
hann svo velja takist þér.

2.
Álitsfríður, framþrekinn,
fjörs með stríðu kappi,
fimur, þýður, fótheppinn,
fetatíður, ganglaginn.

3.
Stutt með bak og breitt að sjá,
brúnir svakalegar,
augu vakin, eyru smá
einatt hrakinn til og frá.

4.
Makkann sveigi manns í fang,
munn að eigin bringu,
skörpum fleygist skeiðs á gang,
skrokkinn teygi fróns um vang.

5.
Þolinn, hraustur grjót og grund
grípi laust með fótum,
vaði traustur ekru und,
eins og flaustur taki sund.

6.
Enga hræðist undrasjón
að þótt slæðast kunni,
viss að þræða veg u frón,
vænn á hæð og frár sem ljón.

7.
Leggjanettur, liðasver,
lag sé rétt á hófum,
harður, sléttur, kúptur, kver,
kjóstu þetta handa mér.