Á páskadaginn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 33

Á páskadaginn

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Meistarans elsku minnast tvær
bls.38
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Á páskadaginn
Evangelíum Mark. xvj (1–8)
Með lag: Væri nú Guð oss ekki hjá
1.
Meistarans elsku minnast tvær
Máríur og kvinnur fleiri.
Kostuleg smyrslin keyptu þær,
kærleikur var þess meiri;
að liðnum þvottdegi leita því
legstaðnum Krist að smyrja í,
að honum þá heiðran gjöri.
2.
Í óttu morguns, árla dags,
áður en sól nam skína,
höfðu þær sig þá heiman strax,
hefja svo ræðu sína:
Hvör mun hræra þann stóra stein
af steinþró hans? Það gjörir oss mein
ef lið vill oss enginn sýna.
3.
Strax að bragði sjá steininn þann
stóra af veltan liggja
og í gröfinni ungan mann,
inngöngu kvendin þiggja,
við hægri hlið sat í hvítum serk,
hræðast kvinnur slík dýrðarverk;
þær bað ei hug sinn hryggja.
4.
Eg veit þér leitið nú Jesú að,
hinum krossfesta Kristi
af Nasaret, þeim nefnda stað,
nú er hann einn hinn fyrsti
upprisinn og er ei hér;
athugið vel og sjái þér
hvar hann í gröfinni gisti.
5.
Því farið nú burt og segið satt
sveinum hans og Pétri;
fyr yður mun hann ganga glatt,
svo greinir í helgu letri;
í Galílea, sem sagði hann,
þar sjái þér þann sem dauða vann;
sá heiður er hvörjum betri.
6.
Upprisan þín er, Jesú minn,
ávallt mín hjartans gleði;
svo vel huggar nú sigurinn þinn
síðan þann fögnuð téði
að bjóða mér í þitt bræðralag
því ber mér ei til þann sorgardag
að eg ei um þig ræði.
Vísan
1.
Konur er Kristó unnu
kómu um morguntíma
að legstað hans en hræðast
hvar þær fengu séð engla
er glaðmæltir þær gleðja
og geta að Jesú leiti;
upprisu hans þeir hrósa,
hvað þær víðfrægðu glaðar.
2.
Upprisan auglýsir
almátt og náð Drottins
síðan hann sigrar dauða
og sætt líf endurbætti;
kveður sem bræður, blíður,
best þá er syndir mestar
brutu sem sagt er Pétri
og sanniðrandi manni.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 38)