Á langa frjádag – Sálmur af pínunni herrans Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 32

Á langa frjádag – Sálmur af pínunni herrans Kristí

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Guð, vor himneski herra
bls.36
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Á langa frjádag
Sálmur af pínunni herrans Kristí
Píslarsagan samanlesin út frá guðspjöllunum fjórum
Með lag: Einn herra eg best ætti
1.
Guð, vor himneski herra,
heiður og lof sé þér.
Þín dýrð ei má þverra,
á þig trúum allir vér;
vondir vórum og týndir,
vís ei nein hjálparvon,
glötuðum gæsku sýndir,
gafst oss þinn kæra son.
2.
Þér faðir, með þínum syni,
eg þakka af hjartans rót,
mér og mannlegu kyni
meina þú veitir bót.
Fyr helgan heilags anda,
herrann vorn, Jesúm Krist,
hingað í heim réð senda
himna svo fengjum vist.
3.
Sá græðarinn, Guð og maður,
Gyðingaland um kring
árin þrjú gekk þar glaður,
gefandi þeim lækning
sem sjúkir og sárir vóru,
síðan forráðinn var,
fyr oss með angri stóru
alla Guðs reiði bar.
4.
Skírdagskvöld Guðs son góði
gaf lærisveinum sín
sitt helga hold með blóði,
hulið í brauð og vín;
þeirra fætur hann þvoði,
þar næst gengur svo út
til bænar með miklum móði,
mæddur af angri og sút.
5.
Svo kom hann sveittist blóði
af sárri hugarins pín;
hér næst sá hirðir góði
hughreysti bræður sín;
vaka bauð þeim og biðja,
búast svo freistni við.
Svikarans aum var iðja,
Júdas kom með sitt lið.
6.
Seldur með kossi köldum,
keyrður í böndin stinn,
Jesús af vorum völdum
var þá fyrst leiddur inn
fyr prestahöfðingja harða,
hæddur og sleginn þar
fyr játning góða gjörða
og gegnligt hógværðar svar.
7.
Postular prúðir flýja,
Pétur brá mest sín heit;
Jesús gaf iðran nýja,
ástríkur til hans leit.
Frelsarinn var þá færður
fyrir Pílatus dóm
og þar með kappi kærður,
kalli og hvellum róm.
8.
Sakleysi hans þá sannar
sjálfur Pílatus jarl;
líka sem Júdas annar,
sá áður játar sitt fall,
kvinna dómarans kenndi
að Kristur saklaus var;
þau orð hún jarli sendi
að eiga ei með hann par.
9.
Vel fimm sinnum sagði
saklausan Jesúm Krist;
Pílatus brátt að bragði
blygðast þá þar við víst;
í keisarans reiði ef kæmi
kvíðir því hálfu meir:
Strýktan til dauða dæmir
Drottin sem beiddu þeir.
10.
Stríðsmenn þá strax að tóku
það stóra krossins tré;
byrði þá Jesú jóku
svo undir því féll á hné.
Í því þeir út hann leiða
einn mann að fundu þar,
Símon, þann þeir til neyða
svo þennan kross með honum bar.
11.
Hermenn hann svo færa
til Hausastaðarins þá,
frelsarann, Krist vorn kæra,
krossinn þar negldu á
ránsmanna milli tveggja,
mælti hann orðin sjö;
til fjögra eg fátt mun leggja
þó falli ei undan þrjú.
12.
Þá lausnarverkið vissi
vera allt fullkomnað
sagði Jesús sig þyrsti,
þar svipaði stríðsveinn að,
með svamp af sýru galli
setti honum við munn;
hermenn með hrópi og kalli
hæddu vorn líknarbrunn.
13.
Þar næst talaði þetta,
það er nú allt uppfyllt;
færð er sú fórnin rétta
og föðursins reiðin stillt.
Síðan gaf upp sinn anda
Jesús með hárri raust
í föður síns vald að vanda,
vor er sá borgun traust.
14.
Hræðileg undur urðu,
ógn stóð af myrkri þá,
grundin, svo gegndi furðu,
gliðnar og björgin há;
landið allt lék á þræði,
legstaðir opnast senn
svo úr þeim upp að stæði
allmargir dauðir menn.
15.
Skoði sá vel kann skynja
skaparans lundar geð:
Sköpun heims hlaut að stynja,
hauður og loftið með.
Í sonar Guðs dýrum dauða
dapraðist sólin klár,
hvað föðursins gæskan góða
gat þolað hjartasár.
16.
Daufur eg merkja mætti
og minnast alla stund
þér hvað eg þakka ætti
af þýðri hjartans grund.
Faðir, mig firrtir kvíða,
fordæma skipun hér,
lést það allt son þinn líða
sem liggja átti á mér.
Vísan
1.
Áður en Jesús deyði
fyr oss á hörðum krossi
fékk hann fyrr að smakka
fleiri kvalir og meiri,
ljúfur, á sál og lífi
en letrað nökkur geti
svo fullnað einn fyr alla
á allri jörð í pín gjörði.
2.
Dýr er Jesús dreyri,
Drottins blóðið góða;
góð er græðing lýða,
græðir mein, stöðvar bræði;
bræði og réttlát reiði
rann yfir glæpi manna;
mann og Guð því lét þanninn
fyr þjóð slá faðirinn góði.
3.
Jesús eg þig prísa
af art míns veika hjarta,
fyr vora skuld að þú vildir
voða stríð dauðans líða,
standa upp oss til yndis
aftur með guðdóms krafti:
Láttu mig lofgjörð rétta
læra þér jafnan færa.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 36–38)