Ein vísa af fótaþvættinum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 31

Ein vísa af fótaþvættinum

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Faðirinn fullur náðar
bls.35
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
(Jóh. 13.1–15)
1.
Faðirinn, fullur náðar,
fætur þvær með ljúflæti,
á bræðrum, búinn við dauða,
ber og líndúki þerrar;
það svo fyrir þeim þýðir:
Þér skuluð, segir hann, vera
góðir, unna hvör öðrum,
innbyrðis mín minnast.
2.
Grátandi bið eg vér gætum
að góðmennsku vors bróðurs:
Brauð og vín fyrst til fæðu
fær þeim og hvað væri
hold og blóð sitt að héldu
hreina trú og rétt meina;
sem þénari hér nú þjónar
með þvotti þínum vor Drottinn.