Á pálmasunnudag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 29

Á pálmasunnudag

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Prúður á pálmadegi
bls.34
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Á pálmasunnudag
Evangelíum Matt. xxi
Með lag: Krists er koma fyr höndum
1.
Prúður á pálmadegi
pastor Kristur að reið
til Jórsala, sem hér segir,
sína beina svo leið.
Inn í staðinn svo stýrði
stór ys að var þá.
Hvör er sá hirðirinn spurði,
því herrönum við það brá.
2.
Fólkið svarar fagnandi:
Hann fremur spámann hét,
af Galílea landi,
úr litlu Nasaret.
Í musterið veik að vanda,
vóru þar kaupa menn.
Jesús, með öflgan anda,
útrak þá marga senn.
3.
Bylti um borðum þeirra
sem býttu og keyptu þar,
svo og þó sætu hærra,
þeir seldu dúfurnar;
sagði þeim sitt hús vera,
sannan bænastað
en þeir nú aumir gjöra
að inni spillvirkja það.
4.
Til hans þá haltir ganga
og hinir sem ekki sjá;
höfðingjar fjandskap fanga
fyrst að hann læknar þá
og þeir ungbörnin heyra
ósanna með raust,
syngja mitt milli þeirra,
mæltu því gæskulaust:
5.
Heyrir þú hvað nú ræða
hjá þér þau börnin smá.
Jesús lét ei sig hræða,
ansar og kvað við: Já.
Lásu þér aldrei þarna:
Þiggja vill Drottinn lof
af munni mjólkurbarna?
mun það því ei við of.
6.
Hús þitt gef, herrann kæri,
eg heiðri og virði mest
orð þitt svo eg þar læri,
ástarbæn stundi best.
Barnamál mitt eð veika
muntu aldrei forsmá;
lát hug minn hvörgi skeika,
herra Jesú, þér frá.
Vísan
1.
Í musteri mjúkt háreysta
mjólkurbörn upp með fólki,
lofið en af því ýfast
Júðar þeygju prúðir.
Jesús spyr ef þér lásuð
allt hvað Davíð mælti
að brjóstabörnunum Kristó
beri lofið að færa.
2.
Mætti oss málsgrein þessi,
mjög sæt, jafnan kæta.
Vér erum börn sem byrja
barnahjal fyrst að tala.
Vora bæn vilt þó heyra
og virða Guð svo sem algjörða
ef haturlaust lítillæti
lærum gjarna smábarna.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 34–35)