Á Máríumessu á langaföstu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 28

Á Máríumessu á langaföstu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Á sjötta mánuði sendur var
bls.33–34
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer,- tví- og þríkvætt aaBccBooB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Lúk. j (26–38)
Með lag: Má eg ei ólukku móti stá
1.
Á sjötta mánuði sendur var,
sá boðskap bar,
Gabríel, Guðs af hendi,
til festarmeyjar þess manns eg get,
hvör Jósef hét,
af kyni Davíðs sig kenndi;
í Nasaret borg var sviptur sorg,
í Galíleá sem greinir frá;
Máría kallast það kvendi.
2.
Inn til hennar sá engill gekk,
hún fögnuð fékk,
frá eg hann þanninn skýri:
Heil Máría þú full með náð,
sem fyrr var spáð,
með þér er Drottinn dýri.
Helguð ert þú yfir hvörja frú.
Óttaðist hún og íhuga mun
hvílík sú heilsan væri.
3.
Engill talar í annað sinn,
á sannleik minn:
Óttast ei, Máría meyja,
hjá Guði fannstu svo góða náð,
sem gjörr skal tjáð,
því satt vil eg þér segja:
getnað þú fær hin göfuga mær
og fæðir einn son, sú vís er von,
Jesús nafn þeim má nægja.
4.
Mikill mun verða sonurinn sá,
hann sagði þá,
því Guð lætur hann hljóta
síns föðurs Davíðs sætið frítt
og veldið vítt,
þess svo í náðum njóta.
Yfir Jakobs rann mun ríkja hann;
eilífa tíð sú tignin fríð
þó mun aldrei þrjóta.
5.
Jómfrú Máría eftir spyr,
sem óttast fyr:
Hvörninn ske má mig þetta;
Eg hefi öngan karlmann kennt,
né hneyking hent;
hermir engill það rétta:
Heilags anda náð gefur himneskt sáð,
öflgan innilig Guðs umskyggir þig,
því fæðir þú barnið besta.
6.
Það fóstrið helga sem fæðir þú,
hin fróma frú,
sonur Guðs hann skal heita.
Ættkonu þinni Elísabet,
sem eg nú get,
í elli vildi Guð veita
að geta einn son er gæfu von;
ómáttugt eitt þeim er ei neitt
sem öllu kann um að breyta.
7.
Sjötti mánuður sá er nú,
sú sæmdar frú,
sinn son fyrir brjósti bæri.
Guð burt tók þá brigslið það,
sem sjálf hún kvað,
þó óbyrja áður væri.
Verði það mér að Máría tér,
ambátt Guðs nú, sem innir þú;
út frá eg engill færi.
8.
Fyr guðdóms náð og getnað þinn,
græðari minn,
veittu mér visku sanna
velgjörninginn að þakka þann,
Guð gjörðist mann
sakir syndugra manna;
styrki mig nú í traustri trú
samfélag þitt um frelsið mitt;
ljóta mér löstu banna.
Vísan
1.
Getinn Guðs son vér játum
af glóandi heilags anda
krafti án karlmanns skipta
í kviði eða meyjar iðrum;
fyrr orð þau engill færði
jómfrú Maríu slunginn;
því hneigði hún sig og sagði:
Sannist þau á mér þanninn.
2.
Fyllist hér allt með öllu
hvað áður spámenn tjáðu
um heit Guðs hvörju betri,
af hæðum kemur sá græðir
meinin vor mun því meina
mest hátíð, sú besta,
að kvinnu sæðið það kunni,
hvað kvinnan braut, aftur að vinna.