Annan sunnudag í níu vikna föstu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 21

Annan sunnudag í níu vikna föstu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þann tíð margt fólk með honum er
bls.25
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Annan sunnudag í níu vikna föstu
Evangelíum Lúk. viij (4–15)
Með tón: Væri nú Guð oss ekki hjá
1.
Þann tíð margt fólk með honum er
og meistarans orða gáði.
Í eftirlíkingu Jesús tér:
Út gekk sá sem að sáði
sæði sínu og sumt féll þá
svo það varð fóttroðið veginum hjá
og flokkur fugla því náði.
2.
Sumt féll á harðan hellustein,
hafði ei jörð þar góða,
skrælnaði senn þá sólin skein
svo það bar öngvan gróða.
Klungurþyrna féll annað í,
uppvaxandi þeir hamla því
og sæðinu alls ofbjóða.
3.
Góða jörð fann í fjórða stað
og færði ávöxtu skæra;
hrópandi Jesús heyra bað
hvörn sem nú vildi læra
og eyru hefði að heyra það.
Hans lærisveinar spurðu að
hvör líkingin vildi vera.
4.
Jesús svaraði í annan stað
ennþá með snjöllum rómi:
Gefið er yður að gæta að
Guðsríkis leyndum dómi
en aðrir þó sjái og heyri hér
hafa ei skilningsljós með sér
þó orð fyr eyrum hljómi.
5.
Sú er líkingin sem hann á kvað:
Sæðið skal Guðs orð heita,
hinir við veginn heyra það,
heljar ár ráðrúm veita,
burt flytja strax úr brjósti sér
svo bjargist þeir ei sem Guðs son tér
fyr ást né iðran heita.
6.
Í grýtta jörð hvar það sáldast sáð
þá segir hann Guðs orð heyra,
ávexti fá þó öngvum náð
ellegar gagni meira,
gleði af því í fyrstu fá
á freistingar tíma skeika frá
falli til rauna fleira.
7.
Þyrnivið Kristur þýðir hér
þunga áhyggju manna;
þó heyri þeir Guðs orð hrein og skær
hálfu meir stunda annað,
veraldarauð og ágirnd fjár,
í því svo velkjast síð og ár
sem alla ávöxtu banna.
8.
Gæða sæðið fann góða jörð,
Guðs orð í hreinu hjarta;
með þolinmæði sem þess er verð
þúsundfalt kann skarta;
hvar þú náir með hreinnri trú,
hlýðni og dyggð þar fylgir nú
með iðran allra parta.
9.
Hörmuleg er mín hjartans rót,
himnafaðirinn góði,
máttu þó vel þar vinna á bót
svo vaxi hinn besti gróði
og orð þitt finni hér góða grund,
gráti eg mín brot á hvörri stund
með trega og táraflóði.
Vísan
1.
Sæði fyrst fuglar eyða,
fellur þar næst á hellu,
klungurþyrnar þá þvinga,
það er allt sáð til skaða.
Jarðardýpt fann eg fjórða,
færði ávöxt vel gjörðan.
Orði Guðs vill svo verða
vart í mannanna hjörtum.
2.
Hvör eyru hefur sá heyri
hvörninn fer sæðiskornið;
gætum að, Guð hefur látið
góð orð sín oss bjóðast:
Hvar eru ávextir vorir?
Voði er ef það skoðum
að fjórði hvör varla verði
velreyndur, trúr fundinn.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 25–26)